Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 10. júlí 2006 13:48
Hafliði Breiðfjörð
Materazzi sagði eitthvað mjög alvarlegt við Zidane
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Zinedine Zidane sagði í dag að franski landsliðsfyrirliðinn hafi skallað Marco Materazzi varnarmann Ítalíu í úrslitaleik Heimsemistaramótsins í gær því sá ítalski hafi sagt eitthvað mjög alvarlegt.

Zidane virtist hafa brugðist við einhverju sem hann sagði og var rekinn af velli fyrir að skalla hann af fullu afli í brjóstkassann.

,,Hann sagði mér að Materazzi hafi sagt eitthvað mjög alvarlegt við hann en hann vildi ekki segja mér hvað," sagði Alain Migliaccio umboðsmaður Zidane við BBC.

Samkvæmt fréttum í Frakklandi er talið að Materazzi hafi móðgað móður Zidane en Migliaccio sem talaði við Zidane klukkan 2 í nótt sagði að hann hafi ekki viljað segja sér hvað Materazzi sagði.

,,Ég veit ekki, Zidane vildi ekki tala um það en hann mun tala um það á næstu dögum. Hann er maður sem venjulega lætur allt yfir sig ganga en á sunnudagskvöld sprakk eitthvað innra með honum. Hann er mjög vonsvikinn og dapur. Hann vildi ekki ljúka þessu svona."
Athugasemdir
banner
banner
banner