Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mán 10. júlí 2006 17:53
Hafliði Breiðfjörð
Sagði Materazzi 'Dirty Terrorist' við Zidane?
Zidane í gærkvöld.
Zidane í gærkvöld.
Mynd: Getty Images
Marco Materazzi varnarmaður Ítalíu kallaði Zinedine Zidane fyrirliða franska liðsins ,,Dirty Terrorist" í leik liðanna í úrslitum Heimsmeistaramótsins í gær ef eitthvað er að marka yfirlýsingu frá SOS Racism sem berst gegn kynþáttafordómum frá í dag.

,,Samkvæmt nokkrum góðum heimildum úr alheimsfótboltanum virðist sem ítalski leikmaðurinn Marco Materazzi hafi kallað Zinedine Zidane ´dirty terrorist´" sagði í yfirlýsingu SOS Racism.

Zidane er sonur innflytjenda frá Alsír. Hann fékk að líta rauða spjaldið í leiknum fyrir að skalla af fullum þunga í bringu Materazzi en með því virtist hann hafa verið að bregðast við einhverju sem Ítalinn sagði.

SOS Racism sem eru samtök staðsett í París fara fram á rannsókn á málinu og segja að FIFA hafi nýlega hert refsingar fyrir kynþáttafordóma.

Materazzi sjálfur neitar því að hafa sagt þetta við Zidane en hann sagði: ,,Þetta er algjörlega ósatt. Ég sagði ekki við hann að hann væri terrorist. Ég er fávís og veit ekki einu sinni hvað þetta orð þýðir."

Orðið Terrorist er yfirleitt þýtt sem hryðjuverkamaður en gæti einnig verið þýtt sem skemmdavargur. Þess vegna ákváðum við að þýða ekki beint ummælin sem Materazzi er sagður hafa látið frá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner