Tvisvar í viku sýnir nýr leikmaður á sér hina hliðina hér á Fótbolti.net. Að þessu sinni er það Vigfús Arnar Jósepsson sem er 21 árs gamall leikmaður hjá KR. Vigfús hefur spilað sjö leiki með KR í Landsbankadeildinni í sumar í vinstri bakverði en hann er einnig sterkur miðjumaður.
Vigfús er uppalinn hjá Leikni þar sem hann var meðal annars í láni á síðustu leiktíð. Við skulum kíkja á hina hliðina á Vigfúsi sem verður væntanlega í eldlínunni með KR gegn Millwall í æfingaleik í kvöld.
Fullt nafn: Vigfús Arnar Jósefsson
Gælunafn: Fúsi feiti, Rudi Völler, Völlerinn, pundi, Suddi suðumaður og sekkurinn svona til að nefna einhver.
Aldur: 21
Giftur/sambúð: Frjáls og leitandi
Börn: Engin.
Hvað eldaðir þú síðast? Sauð hafragraut í gær
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni og extraost fyrir stelpurnar
Hvernig gemsa áttu? Samsung
Uppáhaldssjónvarpsefni? Beverly Hills og Melrose place
Besta bíómyndin? Terminator 2
Hvaða tónlist hlustar þú á? Trance, breakbeat og allt jaðarpopp
Uppáhaldsútvarpsstöð? KissFM
Uppáhaldsdrykkur? Ananasdjús og hann verður ekki verri ef það bætast einhverjar prósentur við í hann.
Uppáhaldsvefsíða? krreykjavik.is
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)? er alltaf með sömu rútínu á leikdag, fer út í fótbolta og tek síðan stutta kalda sturtu. Hlusta á músík og tek nokkrar slakandi æfingar, a la Gaui Bergmann eftir það. Legg mig í 40 mínútur og borða síðan pasta. Ef þetta klikkar þá töpum við það er staðfest.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Með því að sýna hversu miklu betri þú ert í fótbolta.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? ÍBV og KFS
Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Rúnar Kristinsson
Erfiðasti andstæðingur? Darren Fletcher, aka Fletski
EKKI erfiðasti andstæðingur? Gunnar Hilmar Kristinsson
Besti samherjinn? Kristinn Magnússon, Sölvi Davíðsson og Jökull Elísabetarson
Sætasti sigurinn? Vinna Stjörnuna í fyrra og tryggja veru Leiknis í 1.deild
Mestu vonbrigði? Komast ekki upp með Leikni 2004
Uppáhalds lið í enska boltanum? Chelsea, ég er ekki gullgrafari, byrjaði að halda með þeim þegar Gullit kom til þeirra.
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Ruud Gullit og David Beckham
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður Smári
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Magnús Már Þorvarðarson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Albert Ingason er með lúkkið á hreinu.
Fallegasta knattspyrnukonan? Æji þessi sem fannst ég svo sætur.
Grófasti leikmaður deildarinnar? Páll Hjarðar og Tryggvi Bjarna
Besti íþróttafréttamaðurinn? Höddi Magg, engin spurning.
EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Þorsteinn Gunnarsson
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Sigmundur Kristjánsson einnig þekktur sem Spaðinn
Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei en það styttist væntanlega í það fyrst maður er kominn í bakvörðinn
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Haukur Gunnarsson fyrirliði Leiknis taldi sig hafa skorað mark úr hornspyrnu í fyrra og hljóp til eiginkonu sinnar og smellti á hana einum rennblautum sem stóð við völlinn. Síðan bættust við nokkrir úr liðinu og fögnuðu með hjúunum. En þeir áttuðu sig ekki á að dómarinn flautaði aukaspyrnu og munaði engu að Leiknir fengi mark á sig úr skyndisókn meðan helmingur liðsins var að kyssa konu fyrirliðans.
Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei, en spilaði nóg af Counter-Strike
Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 18 ára í deildarbikarnum með KR undir stjórn Willums Þór Þórssonar minnir mig.
Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Langbesta vefsíða landsins
Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Nokkrum sinnum á dag
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Stytta hálfleikinn og jafnvel sleppa honum.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Paul Oakenfold
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Skarphéðinn Grétarsson
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Í Breiðholtinu því heima er best
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Reyni að vera eins lengi og ég get
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Charles Barkley þegar hann var upp á sitt besta með Phoenix
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Fylgist ágætlega með öllum boltaíþróttum og golfi og er með brennandi áhuga á skotveiði.
Hver er uppáhalds platan þín? Music for the jilted generation með Prodigy
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? ÍR – Leiknir í fyrrasumar
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas Predator
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Kynfræðslu
Athugasemdir