Tvisvar í viku sýnir nýr leikmaður á sér hina hliðina hér á Fótbolti.net. Að þessu sinni er það Kári Ársælsson varnarmaður Breiðablik en hann verður í eldlínunni með sínum mönnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Kári sem hefur einnig leikið með Þrótti hér á landi hefur komið við sögu í fjórum leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en við skulum kíkja á hina hliðina á honum.
Fullt nafn: Kári Ársælsson
Gælunafn: Mr.Core, Zlatan, Zlati
Aldur: 21 árs.
Giftur/sambúð: Á gorumei kærustu
Börn: Nei
Hvað eldaðir þú síðast? Grillaðar kjúklingabringur
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepp svepp
Hvernig gemsa áttu? Nokia Solid, einhver gömul týpa sem klikkar aldrei.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Horfi voða lítið á sjónvarp. Kannski einna helst OC eða Prison Break.
Besta bíómyndin? Gladiator
Hvaða tónlist hlustar þú á? Coldplay og Gavin eru góðir.
Uppáhaldsútvarpsstöð? Létt 96.7 , 91.9 og fm 95.7 til skiptis.
Uppáhaldsdrykkur? Coke
Uppáhaldsvefsíða? Fotbolti.net
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)? Já, borða alltaf nákvæmlega sama fyrir hvern leik.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Með því að hlæja að honum þegar hann æsir sig.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? HK
Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ætli það hafi ekki verið Martin Dahlin.
Erfiðasti andstæðingur? Hans Fróði í skallaeinvígi.
EKKI erfiðasti andstæðingur? Maggi Palli er frekar léttur.
Besti samherjinn? Blikaliðið í fyrrasumar.
Sætasti sigurinn? Úrslitaleikirnir tveir við FH í 3ja flokki.
Mestu vonbrigði? Að klúðra víti á móti Azerbaidzjan með u17.
Uppáhalds lið í enska boltanum? Man U
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Zlatan Ibrahimovic
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður Smári
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Bjarni Viðars
Grófasti leikmaður deildarinnar? Guðmann Þórisson getur verið helvíti grófur þegar hann er með olnbogana úti.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Viktor Unnar er með nokkuð margar í takinu.
Hefurðu skorað sjálfsmark? Já
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég gleymi því aldrei þegar Guðmann fékk gult spjald í leik, þá gekk hann upp að dómaranum og kyssti hann og fékk þá annað gult spjald og var rekinn af velli.
Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei
Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Þegar ég var 16 ára.
Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Frábær síða.
Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Já mjög oft.
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Þetta er ágætt svona.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Jón Ragnar Jónsson
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp.
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Klara Nylon.
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Gengur frekar hratt eftir að ég er kominn framúr.
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Lance Armstrong
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já
Hver er uppáhalds platan þín? Stripped platan með Gavin var nokkuð góð.
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ísland - Ítalía í fyrra.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Hummel gulli.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Stærðfræði
Athugasemdir