Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   mið 19. júlí 2006 16:38
Stefán Guðberg Sigurjónsson
Buffon verður áfram hjá Juventus
Besti markvörður heims mun spila í Serie B á næsta tímabili
Besti markvörður heims mun spila í Serie B á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Gianluigi Buffon kom heldur betur á óvart í dag þegar hann greindi frá því að markvörðurinn snjalli verði áfram hjá Juventus þrátt fyrir að liðið var fellt niður í Serie B.

,,Gigi verður áfram hjá Juventus. Hann er tilbúinn að spila í Serie B. Hann hefur aldrei unnið Serie B og núna vill hann reyna það,” sagði Silvano Martina, umboðsmaður Buffon.

,,Það var boð frá Roma um að fá hann á láni en Juve hugsuðu ekki út í það. Klúbburinn sagði sem allir aðrir klúbbar höfðu sagt – Buffon er landsliðsmaður og þeir gætu selt hann fyrir háa upphæð, það er engin ástæðan til að lána hann,” sagði Martina að lokum.

Áður hafði Alessandro Del Piero sagt frá því að hann verði áfram með Juventus þrátt fyrir að þeir voru sendir niður og nú er búist við því að Tékkinn Pavel Nedved geri slíkt hið sama.

Buffon hefur verið mikið orðaður við AC Milan undanfarið en allt lýtur nú út fyrir að hann fari ekki neitt. Buffon átti frábært tímabil en hann var Serie A með Juventus og Heimsmeistarakeppnina með Ítalíu.

Þá var hann eftir keppnina valinn markmaður mótsins (Lev Yashin verðlaunin) en hann fékk aðeins tvö mörk á sig á mótinu, annað var vítaspyrnu Zinedine Zidane og hitt var sjálfsmark frá Cristiano Zaccardo.
Athugasemdir
banner
banner