Steve Bruce, stjóri Birmingham, vonast til þess að Liverpool missi þolinmæðina og gefist upp á hægri kantmanninum Jermaine Pennant. Liverpool hafa núþegar boðið einu sinni í Pennant en hafa ekki ennþá hækkað boð sitt.
,,Það var boð uppá 3,5 milljónir punda sem var neitað fyrir tveimur eða þremur vikum. Við borgum tæpar þrjár milljónir punda fyrir hann og við skuldum Arsenal 25% ef við seljum hann svo við ætlum ekki að selja hann fyrir aðeins meira en við borguðum, það er víst,” sagði Bruce.
,,Við vitum öll að allir leikmenn hafa verð en á þessari stundu hefur boði Liverpool ekki verið tekið. Þangað til að þeir bjóða það sem við viljum fyrir hann er hann ekki að fara neitt og ég er viss um að þeir leiti eitthvert annað.”
Athugasemdir