Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mán 24. júlí 2006 15:21
Magnús Már Einarsson
Danni Hjalta: Ég er ekki feitur
Mynd: Fótbolti.net - Gunnlaugur Júlíusson
Daníel Hjaltason leikmaður Víkings fagnaði marki sínu í 2-1 sigrinum á Val í VISA-bikarnum í gær á einkennilegan hátt. Hann tók treyjuna upp, beraði magann og þá kom Hörður Bjarnason liðsfélagi hans og blés að öllu afli á magann.

,,Á móti Skaganum þegar að ég skoraði þá var búin að vera mikil umræða um líkamlegt ástand mitt og ég ákvað að sýna "six-packið". Hann (Hörður) vatt sér á hnén, setti varirnar á "six-packið" og blés af öllum krafti. Svo skoraði ég aftur gegn Val í gær og hann blés aftur. Þetta er skemmtileg hefð sem við erum að skapa," sagði Daníel við Fótbolti.net í dag aðspurður út í fagnið en hann hefur æft vel að undanförnu og komist í byrjunarliðið hjá Víkingi.

,,Maggi (Gylfa) kallaði mig liðstjórann út á Portúgal því hinir voru miklu flottari berir að ofan. Ég breytti í kjölfarið um matarræði og fór að taka betur á á æfingum," bætti þessi skemmtilegi leikmaður við en hann er með ellefu í fituprósentu.

Hörður hló mikið aðspurður út í atvikið og sagði: ,,Þetta var smá húmor í fyrri leiknum á móti Skaganum en síðan fannst Danna þetta viðeigandi í seinni leiknum, lyfti upp skyrtunni og bað mig um að frussa aðeins á magann á honum. Smá lukkumerki en það hefur virkað og við höfum unnið báða leikina,"
Athugasemdir
banner
banner