Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fim 03. ágúst 2006 12:50
Hafliði Breiðfjörð
Mourinho ósáttur við virðingarleysi Gallas
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea ásakaði Frakkann William Gallas um að sýna sér og liðsfélögum sínum vanvirðingu í morgun en Gallas mætti ekki til æfinga hjá liðinu í Los Angeles á mánudag og var í kjölfarið sagt að hann þyrfti ekki að mæta til Bandaríkjanna þar sem liðið er í æfingaferð.

,,Það er ekki bara ég sem er pirraður yfir þessu, við erum allir pirraðir," sagði Mourinho.

,,Allir eru pirraðir því við vorum með sterka fjölskyldu og sterkan hóp og hann hefur sýnt öllum vanvirðingu með þessu og mér líkar það ekki."

Gallas á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea en í gær tapaði hann treyjunúmerinu 13 sem hann er búinn hefur verið með síðan hann kom til félagsins til Michael Ballack.

Umboðsmaður Gallas sagðist svo í morgun telja að hann myndi að hitta stjórnendur Chelsea í næstu viku en sagðist ekki vera viss um það samt. Aðspurður hvort hann vildi að Gallas yrði áfram hjá Chelsea sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner