Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 04. ágúst 2006 20:31
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: NFS 
Ari Freyr búinn að ná samkomulagi við Häcken
Ari Freyr í leik með Val gegn Fylki fyrr í sumar.
Ari Freyr í leik með Val gegn Fylki fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Ari Freyr Skúlason leikmaður Vals hefur náð samkomulagi við sænska félagið Häcken og mun fara utan á miðvikudag í læknisskoðun og skrifar í kjölfarið undir samning við félagið sem gildir til ársins 2010 en félögin komust að samkomulagi um kaupverð í gær. Þetta staðfesti Ari í viðtali við Guðjón Guðmundsson á NFS í kvöld.

,,Ég er búinn að staðfesta samninginn, ég er ekki búinn að skrifa undir en það er öruggt að ég fer," sagði Ari í samtali við Guðjón Guðmundsson á NFS nú í kvöld.

Ari sagði í viðtalinu að hann hafi vitað af áhuga fleiri liða á að semja við sig en auk IFK Gautaborg í Svíþjóð og Viborg í Danmörku voru tvö önnur lið sem höfðu áhuga auk Häcken.

Guðjón spurði Ara hvort hann vonaðist til að vinna sér sæti í byrjunarliði Häcken en Ari svaraði ákveðinn: ,,Ég vonast ekki eftir því, ég ætla mér að komast og vinna mér inn sæti. Ég ætla að koma og ég ætla að sigra."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner