Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fös 04. ágúst 2006 20:50
Hafliði Breiðfjörð
Liverpool beið afhroð í æfingaleik gegn Mainz
Mainz 5-0 Liverpool
Það blæs ekki byrlega fyrir Liverpool sem eiga að leika sinn fyrsta alvöru leik í Meistaradeildinni gegn Maccabi Haifa eftir helgi en í kvöld töpuðu þeir stórt, 5-0 fyrir þýska liðinu Mainz í Þýskalandi.

Mainz er sama lið og sló Keflavík út í UEFA Cup á síðustu leiktíð og eftir markalaust jafntefli eftir fyrri hálfleik í kvöld reyndist Liverpool þeim auðveldari andstæðingur í síðari hálfleik þar sem fimm mörk litu dagsins ljós.

Þrátt fyrir stórt tap var Rafael Benítez með sterkt lið á vellinum í kvöld en byrjunarlið beggja liða má sjá neðst í fréttinni. Eftir nokkrar skiptingar í hálfleik hrundi leikur þeirra rauðu hinsvegar og Feulner, Damm, Jovanovic, Amri og Pupalovic skoruðu mörk Mainz.

Liverpool: Carson, Traore, Hyypia (captain), Carragher, Kromkamp, Zenden, Gerrard, Alonso, Pennant, Crouch, Bellamy.
Varamenn: Dudek, Peltier, Hobbs, Paletta, Riise, Anderson, Diao, Sissoko, Garcia

FSV Mainz 05: Wache, Gerber, Demirtas, Feulner, Noveski, Diakite, Friedrich, Pekovic, Azaouash, Rose, Damm.
Varamenn: Amri, Banouas, Babatz, Jovanovic, Amri, Wiegelt, Gunesch, Vrancic, Vrancic, Pupalovic, Ischdonat
Athugasemdir
banner
banner
banner