Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United sagði í gærkvöld eftir leik liðsins gegn Porto á Amsterdam mótinu að rauða spjaldið sem Wayne Rooney fékk að líta í leiknum hafi verið fáránlegt. Hann hafði hinsvegar ekkert útá rauða spjaldið sem Paul Scoles fékk í leiknum að setja.
Rooney og Scholes voru báðir reknir af velli í leiknum sem Man Utd vann samt 3-1 með mörkum þeirra beggja og Ole Gunnar Solskjær. Mögulegt er að þeir verði báðir í leikbanni í fyrstu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar vegna spjaldanna.
,,Ég held að með Wayne verði maður að tala um leikmenn sem láta sig falla og leika svo mikið að það er farið að teljast eðlilegt og maður tekur því næstum því," sagði Ferguson eftir leikinn.
,,En maður getur ekki gert það. Fótboltinn verður að vera stærri en það. Drengurinn hefur gert of mikið úr þessu og hann gerir það of erfitt fyrir dómarann og hann ætti að hafa gert betur, dómarinn.
,,Einni mínútu áður fær Ole Gunnar Solskær olnbogaskot og hann dæmdi brot og varaði leikmanninn við. Ég sé ekki muninn á því og Wayne. Ég hef séð atvikið og það er saklaust, það er saklaust," hélt hann áfram.
,,Hvað Scholes varðar þá hefði hann átt að vita betur. Að gefa rautt spjald er harkalegt, en samt, þá var þetta tækling aftanfrá og maður getur ekki kvartað yfir þessu. Ég verð að segja einu sinni enn, drengurinn rúllar, virðist vera að deyja, og svo skyndilega er hann kominn á fætur."
Aðspurður hvort leikmennirnir gætu lent í leikbanni í byrjun leiktíðar vonaði Ferguson að í máli Rooney hugsi dómarinn sig um.
,,Ég held, eftir því sem ég veit best, að hollenski dómarinn geti tilkynnt þetta til hollenska knattspyrnusambandsins og þeir geti tilkynnt það til [enska] knattspyrnusambandsins og það verður í þeirra höndum eftir það. Maður heldur að menn hugsi rökrétt og sýni sanngirni. Þetta var allavega fáránleg ákvörðun, en við verðum bara að bíða og sjá."
Athugasemdir