Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   mið 09. ágúst 2006 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Skipulögðu mistök til að skora úr aukaspyrnunni
Furðulegar hliðar fótboltans
Karel Brückner landsliðsþjálfari Tékklands þykir nokkuð klár og útsjónarsamur og er duglegur að hanna undarleg leikkerfi. Hann þykir vera með taktík og skipulag á heilanum og seint á kvöldin á hann það til að skrifa upp mismunandi kerfi á bréfsnifsi.

Eitt slíkt hjá honum vakti mikla athygli þegar leikmenn hans framkvæmdu það fyrst á níunda áratug síðustu aldar. Þetta bragð hans var þannig að þegar lið hans fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað stilltu tveir leikmenn sér upp við boltann og gerðu sig tilbúna að taka spyrnuna.

Þeir lögðu af stað í átt að boltanum á sama tíma og skullu saman og lágu í grasinu. Andstæðingarnir réðu ekki við sig og sprungu úr hlátri yfir klaufabárðunum sem þarna lágu í grasinu en pössuðu sig ekki því þá kom þriðji leikmaðurinn og þrumaði boltanum í netið. Allt útpælt a la Brückner.

Furðulegar hliðar fótboltans er liður hér á Fótbolta.net þar sem ein óvenjuleg saga tengd fótbolta er sögð alla virka daga. Við tökum ábendingum um slíkar sögur fegins hendi en bendum fólki þá á netfangið [email protected].

Smelltu hér til að sjá yfirlit yfir allar fréttir úr ,,Furðulegar hliðar fótboltans".
Athugasemdir
banner
banner
banner