Nú er það orðið ljóst að félagaskiptin sem allir höfðu beðið eftir gengu í gegn áður en félagaskiptaglugganum lokaði á miðnætti en búið er að staðfesta að Ashley Cole er farinn til Chelsea og Arsenal fá í staðinn William Gallas og fimm milljónir punda.
Talið er að Cole geri fimm ára samning við Chelsea og fái 90 þúsund pund í vikulaun. Chelsea hafa verið orðaðir við Coleí allt sumar en félögin áttu erfitt með að ná samkomulagi um kaupverð.
Hinsvegar náðist að ganga frá félagaskiptunum rétt áður en félagaskiptaglugganum lokaði og Cole sem var á hóteli í Manchester með enska landsliðinu fór í læknisskoðun þar nærri.
Í yfirlýsingu félaganna sagði: Chelsea FC og Arsenal hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Ashley Cole og William Gallas. Chelsea munu einnig greiða Arsenal 5 milljónir punda. Báðir leikmennirnir hafa samþykkt persónulega skilmála og komist í gegnum læknisskoðun."
Athugasemdir