Tvisvar í viku sýnir nýr leikmaður á sér hina hliðina hér á Fótbolti.net. Að þessu sinni er það Daniel Agger varnarmaður Liverpool og danska landsliðsins. Agger sem er 21 árs kom til Liverpool í janúar síðastliðnum frá Bröndby. Kíkjum á hina hliðina á Agger.
Fullt nafn: Daniel Agger
Gælunafn: Danny
Aldur: 21
Giftur/sambúð: Ég á kærustu
Börn: Nei, ekki ennþá
Hvað eldaðir þú síðast? Pasta með tómatsósu og allskonar grænmeti
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Ég vil eitthvað kjöt,
Hvernig gemsa áttu? Gamlan Nokia, veit ekki hvað það er
Uppáhaldssjónvarpsefni? Það eru danskir þættir
Hvaða tónlist hlustar þú á? Danskt rapp, pottþétt
Uppáhaldsútvarpsstöð? Ein í Danmörku.
Uppáhaldsdrykkur? Coca-Cola
Uppáhaldsvefsíða ? Ég er ekkert í tölvum
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)? Nei
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Spila fast
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Ég er frá Bröndby svo ég spila kannski aldrei FCK (Köbenhavn) en aldrei að segja aldrei.
Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ég átti ekkert átrúnaðargoð
Erfiðasti andstæðingur? Enginn
Besti samherjinn? Ég spilaði með einum í Bröndby, Per Nielsen
Sætasti sigurinn? 5-0 gegn FCK á síðasta tímabili og við unnum meistaratitilinn
Mestu vonbrigði? Kannski að U-21 árs liðið komst ekki í úrslitakeppnina.
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Per Nielsen
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Guðjohnsen
Efnilegasti knattspyrnumaðurinn í Danmörku? Frændi minn, Nikolaj Agger
Grófasti leikmaður deildarinnar? Marcus Lantz í Bröndby
Besti íþróttafréttamaðurinn? Ég get ekki nefnt neinn því það er enginn góður íþróttafréttamaður í Danmörku allavega
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Nefni engin nöfn
Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei reyndar ekki held ég
Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei, ég spila ekki tölvuleiki
Hvenar byrjaðir þú að æfa fótbolta? Ég byrjaði fjögurra og hálfs árs
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Mér líkar við reglurnar
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Danskur rappari sem heitir Jøden
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Mamma mín
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Danmörk, Kaupmannahöfn
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Fimm mínútur
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Það er bróðir minn sem spilar golf
Hver er uppáhalds platan þín? Aftur verð ég að segja danskt
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ég hef aldrei borgað. Ég hef aldrei séð neina leiki
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas, Pretador
Í hverju varstu lélegastur í skóla? Mér fannst gaman að fara í skólann. Mér fannst gaman allan tímann
Hvað langar þér að taka þér fyrir hendur þegar að fótboltaferilinn er búinn?
Ég veit ekki hvað ég verð að gera á morgun svo ég veit það ekki
Athugasemdir