Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mið 06. september 2006 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Morten Olsen: Ísland er með miklu betra lið en fyrir 6 árum
Morten Olsen á æfingu danska landsliðsins á Laugardalsvelli á Laugardag.
Morten Olsen á æfingu danska landsliðsins á Laugardalsvelli á Laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr
<i>,,Sagan er eitt en það mikilvæga er hvort leikurinn vinnst og þetta verður hnífjafnt.
,,Sagan er eitt en það mikilvæga er hvort leikurinn vinnst og þetta verður hnífjafnt.
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr
Morten Olsen hefur verið þjálfari danska landsliðsins síðan í júlí mánuði árið 2000 og er nú kominn með drengi sína til Íslands þar sem þeir mæta okkur í undankeppni EM 2008 í kvöld klukkan 18:05 á Laugardalsvelli.

Hann kom með liðið síðast hingað til lands 2. september árið 2000 en þá unnu Danir 1-2 í leik þar sem Eyjólfur Sverrisson núverandi landsliðsþjálfari skoraði mark Íslands. Liðin mættust svo að nýju á Parken í október árið eftir en þá niðurlægðu Danir okkur með 6-0 sigri.

,,Sagan er eitt en það mikilvæga er hvort leikurinn vinnst og þetta verður hnífjafnt," sagði Olsen í samtali við Fótbolta.net.

,,Við spiluðum hérna fyrir sex árum síðan og á þessum sex árum finnst mér að það hafi margt breyst hjá íslenska liðinu sem er með miklu betra lið. Samt var þetta líka erfiður leikur fyrir sex árum."

Danir áttu ekki leik um helgina í undankeppni EM 2008 og léku því æfingaleik við Portúgal á föstudag sem þeir unnu 4-2. Íslendingar eru hinsvegar komnir með þrjú stig eftir eina leik sinn í riðlinum sem við unnum gegn Norður Írum í Belfast á laugardag, 0-3.

,,Þetta snýst ekkert um leikmannahópana heldur hvernig liðið stendur sig á leikdag og Ísland hefur ekki bara náð góðum úrslitum upp á síðkastið heldur einnig spilað góðan fótbolta eins og í Belfast," sagði Olsen.

Auk Íslendinga, Dana og Norður Íra í riðlinum eru lið Svíþjóðar, Lettlands, Liechtenstein og svo stórlið Spánar. Olsen finnst riðillinn eins erfiður og hver annar.

,,Mér finnst allir riðlar nú til dags vera mjög erfiðir. Allir leikir eiga sína eigin sögu og það er erfitt í hverjum leik. Það er pressa á öllum, annars væri þetta engin keppni."
Athugasemdir
banner
banner
banner