Cunha og Osimhen orðaðir við Man Utd - Inter Miami vill De Bruyne - Fjölgar í kapphlaupinu um Delap
   mán 11. september 2006 08:41
Þórður Már Sigfússon
Þýskur landsliðsmaður verður fyrir kynþáttarfordómum
Gerald Asamoah, miðvallarleikmaður Schalke og þýska landsliðsins, var skotmark kynþáttahatara í leik Schalke gegn Hansa Rostock í þýsku bikarkeppninni á laugardaginn.

Asamoah, sem skoraði tvö mörk og lagði upp þrjú í 9-1 sigri Schalke, var langt niðri eftir leikinn.

,,Ég hélt að þessi tími væri liðinn, ég er í sárum.”

Mirko Slomka, knattspyrnustjóri Schalke, gaf Asamoah kost á því að fara út af í hálfleik en leikmaðurinn vildi spila áfram, þrátt fyrir aðdróttanir stuðningsmanna Rostock.

,,Ég vildi halda áfram að spila þrátt fyrir þessar aðdróttanir og sýna öllum að ég láti svona hluti ekki hafa áhrif á mig.”

Stjórnarformaður Rostock bað Asamoah afsökunnar eftir leikinn en stuðningsmenn Rostock hafa verið í fréttum undanfarið vegna aukinna kynþáttarfordóma á leikjum félagsins.
Athugasemdir
banner
banner