Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   mið 13. september 2006 08:30
Magnús Már Einarsson
Boltastrákurinn skoraði jöfnunarmarkið (Með myndbandi)
Furðulegar hliðar fótboltans
Þessir boltasækjarar koma málinu ekkert við.
Þessir boltasækjarar koma málinu ekkert við.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Aðalaumræðuefnið í brasilíska boltanum þessa dagana er af óvenjulegum toga eftir að boltastrákur skoraði jöfnunarmark í toppslag í þriðju deildinni þar í landi.

Í leik á sunnudaginn átti Samuel framherji Santacruzense skot rétt framhjá í leik gegn Sorocabana. Boltastrákur á leiknum steig skref inn á völlinn og sparkaði boltanum í markið hjá Sorocabana eftir að skotið hafið farið framhjá.

Silvia Regina de Oliveira sem varð fyrst kvenna til að dæma í fyrstu deildinni í Brasilíu hafði snúið sér við og þegar hún leit til baka og sá boltann í markinu dæmdi hún mark sem var látið standa þrátt fyrir gífurleg mótmæli leikmanna Sorocabana.

Aðstoðardómarinn hafði ekkert athugavert út á markið að setja en um það bil tíu sekúndur liðu frá því að Samuel átti skotið þar til boltinn fór yfir marklínuna eftir skot boltastráksins. Eftir jafnteflið er Santacruzense ennþá í efsta sætinu með sextán stig en Sorocabana kemur í næsta sæti með fjórtán.

,,Ég skaut bara boltanum. Ef að dómaranum fannst þetta vera mark þá er það hennar vandamál, ekki okkar," sagði Samuel sem hafði átt skotið framhjá. Valdir Ciprani varaforseti Sorocabana var ekki sáttur en hann sagði: ,,Við vorum sviknir. Sjónvarpsmyndirnar tala sínu máli."

Marcos Marinhoy yfirmaður dómaramála í Brasilíu segir að De Oliveira dómari geti átt von á leikbanni eftir þessi mistök. ,,Þetta voru mjög alvarleg mistök og því miður verður ákvörðun dómara og línuvarðar að standa. Það skorti einbeitingu og það má ekki gerast í fótbolta," sagði Marcos en þess má geta að De Oliveira sagði í skýrslu sinni eftir leikinn að leikmenn, forráðamenn og stuðningsmenn Sorocabana hefðu hótað sér eftir leikinn.

Myndband af atvikinu (Innlent niðurhal)

Furðulegar hliðar fótboltans er liður hér á Fótbolta.net þar sem ein óvenjuleg saga tengd fótbolta er sögð alla virka daga. Við tökum ábendingum um slíkar sögur fegins hendi en bendum fólki þá á netfangið [email protected].

Smelltu hér til að sjá yfirlit yfir allar fréttir úr ,,Furðulegar hliðar fótboltans".
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner