Magne Hoseth, framherji norska úrvalsdeildarliðsins Molde, var mjög ánægður með samvinnu hans og Marels Baldvinssonar í framlínu liðsins í leiknum gegn Viking í norsku úrvalsdeildinni um síðastliðna helgi en þetta var fyrsti leikur Marels með Molde.
,,Þetta voru góð kaup,” sagði Hoseth kaup liðsins á Marel.
,,Hann er fljótur að hugsa og náði nokkrum sinnum að senda góðar sendingar á mig þegar ég var kominn inn fyrir vörnina, en þannig vil ég spila. Hann lék mjög vel í sínum fyrsta leik með okkur.
Molde vann leikinn 3-1 og skoraði Hoseth tvö markanna en Marel náði ekki að skora þrátt fyrir góðan leik.
Athugasemdir