Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   fim 14. september 2006 10:29
Guðmundur Dagur Ólafsson
Gravesen: Mér að kenna að við töpuðum gegn Man Utd
Gravesen í baráttunni í leiknum í gær
Gravesen í baráttunni í leiknum í gær
Mynd: Getty Images
Daninn Thomas Gravesen sem er nýgenginn til liðs við Celtic viðurkennir að mistök hans í leiknum gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gær hafi kostað Celtic sigurinn en United vann 3-2.

Gravesen átti sök á tveimur mörkum United sem þeir Louis Saha og Ole Gunnar Solskjaer skoruðu vegna klaufalegra sendinga Danans.

"Það er auðvelt að sjá af hverju við töpuðum; vegna mistaka minna. Fyrir mig persónulega er þetta hræðilegt og ég gerði tvö stór mistök. Það er augljóst að ég þarf að leggja meira á mig inná vellinum en ég viðurkenni að þetta var mér að kenna," sagði Gravesen eftir leikinn í gær.

Næsti leikur Celtic í Meistaradeildinni er gegn FC Kaupmannahöfn frá heimalandi Gravesen en leikurinn fer fram þann 26.september næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner