Ashley Cole er kominn til Chelsea en félagið ræddi upphaflega ólöglega við hann og var varað við að endurtæki það sig yrðu tekin af þeim þrjú stig.
Breska ríkissjónvarpið, BBC, sýndi í kvöld þátt þar sem þáttarstjórnandi fór í dulargervi til að koma upp um spillingu í fótboltanum á Englandi. Ýmis hneykslismál komu upp í þáttinum og ljóst að hann á eftir að verða mikið í umræðunni næstu vikurnar.
Meðal þeirra sem komið er upp um í þættinum er Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton, Harry Redknapp stjóri Portsmouth og Frank Arnesen yfirmaður unglingastarfs Chelsea en jafnvel er talið að í kjölfar uppljóstranna þáttarins gætu þrjú stig verið tekin af Chelsea.
Tveir umboðsmenn segjast hafa greidd Sam Allardyce stjóra Bolton undir borðið til að tryggja félagaskipti. Teni Yerima umboðsmaður segir í myndinni að hann hafi mútað Alalardyce og Peter Harrison segist hafa greitt syni Allardyce til að tryggja félagaskipti til Bolton. Sonurinn, Craig Allardyce segir í myndinni sem var tekin með leynilegum myndavélum að hann hafi greiðan aðgang að föður sínum í slíkum málum.
Sam Allardyce sagði BBC að hann hafi aldrei tekið við eða beðið um að fá greiðslur. Hann sagði að hann myndi ekki láta viðgangast að brjóta reglur enska knattspyrnusambandsins.
Í myndinni sem ber heitið Panorama, kom fram að í þremur félagaskiptum Bolton hafi Craig Allardyce fengið greiðslur, hluti þeirra kom þegar honum var honum var samkvæmt samningi bannað að koma að samningum hjá Bolton. Félagið sagðist ekkert hafa vitað af því að hann hafi fengið greiðslur úr þessum samningum.
,,Ég fæ upplýsingarnar um leikmanninn og labba beint inná skrifstofuna og sest niður með pabba. Það er auðvelt, það er auðvelt," segir Craig Allardyce í myndinni. Hann neitar því að hafa gert neitt rangt í samningum Bolton eða sambandi sínu við félagið.
Falin myndavél myndar einnig Harry Redknapp þar sem hann ræðir þann möguleika að kaupa Andy Todd fyrirliða Blackburn á ólöglegan hátt samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins. Á fundinum segir hann við Peter Harrison umboðsmann: ,,Mér líkar við Toddy, er það ekki? Nei ég myndi taka hann. ég myndi taka hann. Ég myndi án efa taka hann."
Kevin Bond aðstoðarmaður hans hjá Portsmouth þegar myndin var gerð náðist á band viðurkenna að hann myndi íhuga viðræður um að fá greiðslur frá nýrri umboðsmannastofu sem Peter Harrison væri aðili að. Bond segir líka að hann myndi ræða það svo við Harry Redknapp. Redknapp sagði við BBC að hann hafi aldrei tekið við greiðslum og hafi ekki gefið Bond ástæðu til að halda það. Þegar Bond var sagt frá upptökunni sagði hann að hann hefði ekki áhuga á að taka við greiðslum og að enginn sem hann hafi nokkurn tíma unnið með hafi tekið við slíku.
Í myndinni sést einnig þegar Frank Arnesen yfirmaður unglingastarfs Chelsea ræðir ólöglega við Nathan Porritt 15 ára ungstirni frá Middlesbrough. Í fyrra voru Chelsea sektaðir um hálfa milljón punda fyrir að ræða ólöglega við Ashley Cole en þá voru þeir varaðir við því að ef þeir sæjust reyna þetta aftur yrðu tekin af þeim þrjú stig. Middlesbrough hafa staðfest að þeir hafi ekki gefið Chelsea leyfi til að ræða við leikmanninn.
Í myndinni er einnig viðtal við Steven Noel-Hill ssem segir vitandi af myndavélinni frá spillingunni í fótboltanum sem hann hefur tekið eftir. Sá heitir Steven Noel-Hill og sagði: ,,Leikurinn er spilltur. Greiðslur undir borðið voru það sem gerði samninga áhugaverða. Ég myndi segja að 80% allra samninga hafi slíkar greiðslur."
Þrír umboðsmenn náðust á falda myndavél viðurkenna að það sé eðlilegt að knatttspyrnustjórar í úrvalsdeildinni taki greiðslur undir borðið. Mike Newell stjóri Luton nefnir í fyrsta sinn opinberlega á nafn Charles Collymore umboðsmann sem hann segir að hafi boðið sér ólöglegar greiðslur. Collymore náðist segja: ,,Það eru stjórar þarna úti sem taka við greiðslum allan daginn. Ég get auðveldlega sagt þér að það eru sex til átta stjórar sem við gætum pottþétt haft sambnad við og þeir myndu vera tilbúnir í þetta, ekkert vandamál."
Þegar BBC hafði svo samband við Collymore og gaf honum færi á að tjá sig um myndina neitaði hann því að hafa boðið eða tekið á móti greiðslum og sagðist hafa gefið Knut auf dem Berge sem starfaði í dulargervi fyrir BBC rangar upplýsingar því hann grunaði hvað vakti fyrir honum.
Í myndinni kemur einnig fram að Phil gartside formaður Bolton sem er í stjórn enska knattspyrnusambandsins hafi logið að eigin stuðningsmönnum. Hann kvartaði í ágúst yfir því í fjölmiðlum að reynd hafi verið að hafa ólöglega samband við Jay Jay Okocha og hann bað þá um að FIFA rannsakaði málið. Í myndinni kemur hinsvegar fram að átta dögum áður hafði hann verið í herbergi með umboðsmanninum Teni Yerima og reynt að selja Okocha.
Í samtali við BBC segir hann að hann hafi ekki viljað selja Okocha en hafi ekki getað hafnað myndarlegu tilboði í hann.
Umboðsmaðurinn Peter Harrison hefur eftir þáttinn sagt að hann sé ekki spilltur umboðsmaður og að alllt sem hann hafi sagt við Knut auf dem Berge hafi verið bartal og grín. Hann sagði að greiðslur sínar til Craig Allardyce væru lögmætar. Í sama streng tekur Teni Yerima sem segir að hann hafi skáldað allt til að komast að því hvern Knut auf dem Berge var að vinna fyrir.
Í mars var Lord Stevens fyrrum lögreglustjóri settur yfir rannsókn á ólöglegum greiðslum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er að skoða ólöglegar greiðslur frá 1. janúar 2004 og á næstu vikum er búist við niðurstöðu hjá honum.
En hver er maðurinn á bakvið þennan þátt sem fór í dulargervi til að koma upp um spillinguna. Hann heitir Knut auf dem Berge og er með UEFA þjálfararéttindi. Hann hefur unnið með liðum á Englandi undanfarin átta ár en áður en hann varð þjálfari og njósnari spilaði hann fótbolta í Þýskalandi. Aðspurður hvers vegna hann ákvað að taka þátt í þessu verkefni sagði hann.
,,Ég hef hitt fólk í atvinnumannaboltanum sem segir mér að leikurinn sé ekki svo einfaldur. Þau segja að þetta snúist allt um hvern þú þekkir, þetta snúist um sambönd, þetta snýst allt um að vera þarna með rétta fólkinu. Fótboltinn í dag er stór viðskipti, milljóna punda grein."
,,Það jákvæða er reyndar að hluti peninganna hefur farið í að fjármagna æfingaaðstöðu sem gæti orðið til þess að skila betri leikmönnum og liðum. Þetta hefur gert leikinn betri og skemmtilegri á að horfa. En það neikvæða er að þetta er grein sem ekki nægilega miklar reglur gilda um og of mikið af peningum er í spilunum."
,,Þessir peningar koma frá fótboltaáhugamönnum sem greiða fyrir miðana til að horfa á leikina, treyjur félaganna og áskriftir að sjónvarpi. Stuðningsmennirnir fjármagna atvinnumannaíþróttina. Ég hef hitt fólk sem segir mér að maður verði að vera spilltur til að ná árangri í fótbolta."
,,Þegar ég var kynntur fyrir Alex Millar fréttamanni BBC áttaði ég mig á að við deildum sömu áhyggjum yfir fótboltanum sem við elskum báðir. Við byrjuðum að vinna saman og fundum leiðir til að koma upp um neikvæðu hliðarnar í leiknum."
,,Með því að nota mitt eigið nafn og blanda því við tilbúna sögu okkar um viðskiptajöfur í Bandríkjunum sem vildi fjárfesta í fótboltaheiminum komumst við inn í leikinn á staði sem venjulegt fólk hefur aldrei séð."
,,Það sem ég óttaðist mest um leikinn varð staðfest. Það er spilling og óheiðarleiki út um allt í leiknum. Þegar ég var í dulargervi í um það bil níu mánuði var ég mikið með spilltum umboðsmönnum, laumulegum knattspyrnustjórum og starfsmönnum félaga."
Athugasemdir