Heimild: KSI.is
Viggó Ásgeirsson markaðsstjóri Landsbankans, Sigurður Rafn Arinbjörnsson og Heimir Gunnlaugsson stuðningsmenn Víkinga
Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í Landsbankadeild karla og fór athöfnin fram í Iðnó. Björgólfur Takefusa úr KR var valinn besti leikmaður þessara umferða. Fjórir Skagamenn eru í sókndjörfu liði umferðanna. Teitur Þórðarson var valinn besti þjálfarinn og Garðar Örn Hinriksson besti dómarinn.
5 lið í deildinni eiga fulltrúa í liði umferðanna: Breiðablik, FH, ÍA, KR og Valur. Alls fengu 33 leikmenn frá 8 félögum atkvæði að þessu sinni og voru þó nokkrir leikmenn nálægt því að komast inn í lið umferðanna.
Engir leikmenn Fylkis og ÍBV fengu atkvæði. 6 leikmenn ÍA og FH fengu atkvæði í lið umferðanna, en 5 leikmenn Keflavíkur, KR og Vals. Valsarinn Pálmi Rafn Pálmason fékk atkvæði í lið umferðanna frá öllum í valnefndinni – fullt hús stiga.
Teitur Þórðarson hlaut afgerandi kosningu sem þjálfari umferðanna og Björgólfur Takefusa hlaut afgerandi kosningu sem leikmaður umferðanna.
Stuðningsmenn Víkinga hafa staðið þétt við bakið á sínu liði í umferðunum og eru vel að stuðningsmannaverðlaununum komnir. Víkingar hafa sýnt stuðning sinn í verki, komið prúðmannlega og drengilega fram og verið félagi sínu til mikils sóma. Helsta stuðningslag Víkinga hefur aldeilis slegið í gegn á árinu – lagið Barfly með íslensku hljómsveitinni Jeff Who?
Markvörður:
Kristján Finnbogason – KR
Varnarmenn:
Gunnlaugur Jónsson – KR
Tommy Nielsen – FH
Tengiliðir:
Arnar Grétarsson – Breiðablik
Bjarki Gunnlaugsson – ÍA
Bjarni Guðjónsson – ÍA
Hafþór Ægir Vilhjálmsson – ÍA
Pálmi Rafn Pálmason – Valur
Framherjar:
Allan Dyring – FH
Arnar Gunnlaugsson – ÍA
Björgólfur Takefusa – KR
Leikmaður umferða 13-18:
Björgólfur Takefusa – KR
Þjálfari umferða 13-18:
Teitur Þórðarson – KR
Dómari umferða 13-18:
Garðar Örn Hinriksson
Stuðningsmannaverðlaun umf. 13-18:
Stuðningsmenn Víkings
Leitað var til 10 aðila (fjölmiðla og annarra) sem mynda nokkurs konar valnefnd með lið umferðanna, leikmann, þjálfara og dómara. Hver og einn aðili hefur síðan eitt "atkvæði". Valnefndin er skipuð mönnum frá þessum miðlum: Blaðið, Fótbolti.net, Gras.is, Íslenskar getraunir, Mín skoðun/XFM, Morgunblaðið, RÚV, Sport.is, Sýn og Landsbankinn. Landsbankinn velur svo besta stuðningsmannahópinn.
Athugasemdir