Heimild: Morgunblaðið
Viktor Bjarki Arnarson, leikmaður Víkings í Reykjavík, heldur á morgun til Noregs þar sem hann verðiur til reynslu hjá Lilleström í nokkra daga. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun en Viktor átti góðu gengi að fagna með Fossvogsliðinu í sumar.
Viktor bar af og var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Víkinga en hann skoraði meðal annars átta mörk í leikjunum átján í sumar.
Lilleström hefur lengi haft augastað á Viktori en norska liðið sendi meðal annars útsendara á leik hjá Víkingum í sumar. Lilleström er í þriðja sæti í norsku úrvalsdeildinni en Rúnar Kristinsson lék á árum áður hjá félaginu.
Athugasemdir