Klukkan fjögur á morgun, fimmtudag, verður lið ársins í 1. deild karla 2006 opinberað á Hótel Íslandi en það eru þjálfarar og fyrirliðar allra liðanna í deildinni sem sjá um að velja það. Þá verður einnig kynnt hverjir verða valdir sem leikmaður ársins, þjálfari ársins og svo efnilegasti leikmaður ársins af sömu aðilum.
Þetta er fjórða árið í röð sem Fótbolti.net stendur fyrir vali á liði ársins í 1. deildinni en athöfnin verður sífellt viðameiri. Verðlaunaafhending fer fram á Hótel Íslandi á fimmtudag og verður fjallað ítarlega um hana hér á síðunni.
Fyrsta deildin var stórskemmtileg í sumar, Framarar höfðu talsverða yfirburði og tryggðu sér efsta sætið örugglega. Það verða HK-ingar sem fylgja þeim upp en það réðst ekki fyrr en í lokaumferðinni, þetta er í fyrsta sinn sem HK kemst upp í efstu deild. Fjölgað verður í deildinni úr tíu liðum í tólf fyrir næsta sumar og því var það aðeins eitt lið sem féll niður í 2. deild og voru það Haukar sem þurftu að bíta í það súra epli.
Við tókum saman nokkrar tölfræði upplýsingar af vef KSÍ og má sjá þær hér að neðan.
Smelltu hér til að skoða lokastöðuna í 1. deildinni
Markahæstu leikmenn (víti – leikir):
13 – Helgi Sigurðsson, Fram (2 - 18)
9 – Hreinn Hringsson, KA (2 – 18)
8 – Ómar Hákonarson, Fram (0 – 15)
8 – Jónas Grani Garðarsson, Fram (0 – 18)
7 – Jón Þorgrímur Stefánsson, HK (0 – 16)
7 – Guðjón Baldvinsson, Stjarnan (1 – 16)
6 – Ólafur V. Júlíusson, HK (2 – 16)
6 – Pétur Örn Svansson, Leiknir (1 – 18)
6 – Einar Örn Einarsson, Leiknir (0 – 17)
Stigasöfnun:
- Ef aðeins er litið á stig á heimavelli hefði HK unnið deildina með tveimur stigum meira en Fram
- Víkingur Ólafsvík er með versta árangur á heimavelli af liðum deildarinnar en liðið fékk aðeins sjö af nítján stigum sínum í Ólafsvík.
- Fram tapaði aðeins einum útileik á tímabilinu
- Þór Akureyri vann aðeins einn leik á útivelli og hann var gegn Leikni.
- Ef aðeins væri farið eftir stigum á útivelli hefði Þróttur Reykjavík farið upp með Fram og Þór fallið.
Mörk skoruð:
- Alls voru skoruð 227 mörk í deildinni í sumar en 253 mörk í fyrra.
- Fram skoraði flest mörk liðanna í deildinni eða 32, þess má geta að Víkingur Reykjavík sem skoraði flest mörk í fyrra var með 41 mark.
- Fram skoraði jafnmörg mörk í heimaleikjum og útileikjum.
- HK var markahæsta liðið á heimvelli með 22 mörk, svo kom Stjarnan með 18 en Leiknir skoraði 16 heimaleikjamörk líkt og Fram.
- Víkingur Ólafsvík skoraði aðeins fjögur mörk í heimaleikjum sínum í sumar.
- Þór var lélegasta liðið í markaskorun í útileikjum með fjögur mörk.
- Leiknir skoraði aðeins fjögur mörk seinustu níu umferðirnar og þar af eitt síðustu sjö. Í fyrri hluta mótsins skoraði liðið hinsvegar sautján mörk.
Mörk fengin á sig:
- Fram fékk á sig fæst mörk í sumar eða fjórtán.
- Fjölnir fékk fæst mörk á sig á heimavelli eða aðeins fjögur.
- Fram hélt marki sínu hreinu í átta leikjum en svo komu Leiknir og Fjölnir með sjö.
- Þór fékk langflest mörk á sig í sumar eða 38, níu mörkum meira en Haukar sem féllu. Þórsarar enduðu með 22 mörk í mínus í markatölu.
- Af mörkunum 38 sem Þór fékk á sig komu 25 í útileikjum.
- Leiknir fékk á sig flest mörk á heimavelli eða fimmtán.
Mínútur:
- Fimm mörk voru skoruð á fyrstu mínútu leikjanna í sumar en ekkert í fyrra.
- Alls eru sautján mörk skráð á 90. mínútu og tvö á 95. mínútu!
- Þá komu mörg mörk í kringum 65. mínútu.
- Ekkert mark var skorað á fimmtándu mínútu.
- Alls voru gefin fjórtán gul spjöld og fjögur rauð á 90. mínútu.
- Þrjú af rauðu spjöldunum 27 í sumar komu í fyrri hálfleik og þar af eitt á fjórðu mínútu!
- Vinsælast var að fá spjöld á 74., 81., 83. og 90. mínútu í sumar.
Spjaldasöfnun liða:
- Botnlið Hauka fékk flest rauð spjöld í sumar en þau voru alls sex.
- Enginn leikmaður Hauka fékk brottvísun oftar en einu sinni.
- HK var eina liðið í deildinni sem aldrei fékk rautt spjald.
- Víkingur Ólafsvík fékk langflest gul spjöld eða 44.
- Haukar fékk fæst spjöld eða aðeins nítján, vantaði baráttuna?
Spjaldamethafar:
- Guðjón Baldvinsson úr Stjörnunni og Sævar Ólafsson úr Leikni voru þeir einu sem létu reka sig af velli oftar en einu sinni en þeir fengu tvær brottvísanir hvor.
- Þórhallur Hinriksson úr Þrótti fékk flest gul spjöld í sumar, eða sjö. Hann fékk þó ekkert rautt spjald.
Athugasemdir