Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. október 2006 07:11
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Zidane einn af 55 sem eru tilnefndir til FifPro verðlaunanna
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane fyrrum fyrirliði franska landsliðsins er einn af 55 leikmönnum sem hafa verið tilnefndir til að hljóta verðlaunin FifPro leikmaður ársins. Eins og frægt er orðið lauk ferli Zidane með skömm er hann fékk að líta rauða spjaldið í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins fyrir að skalla Marco Materazzi.

Materazzi er líka einn af þeim 55 sem eru tilnefndir auk Ronaldinho sem hlaut verðlaunin á síðasta ári. 18 leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru tilnefndir en verðlaunin verða afhent 6. nóvember í Aþenu.

Chelsea eiga flesta tilnefndra leikmanna, þeirra á meðal eru Ashley Cole, Michael Ballack og Andriy Shevchenko sem komu til þeirra í sumar. Ef flokkað er eftir þjóðerni eru flestir Ítalir eða 10 leikmenn eins og Brasilíumenn en Englendingar eiga sex.

Auk þess að velja einstaklingsverðlaun voru 43 þúsund knattspyrnumenn beðnir að velja 11 manna lið, besta lið heims, en það eru alþjóða samtök knattspyrnumanna sem standa fyrir valinu.

Markmenn:
Gianluigi Buffon (Ítalíu), Petr Cech* (Tékklandi), Dida (Brasilíu), Jens Lehmann (Þýskalandi), Edwin van der Sar (Holland).

Varnarmenn:
Roberto Ayala (Argentína), Cafu (Brasilía), Fabio Cannavaro (Ítalía), Roberto Carlos (Brasilía), Cicinho (Brasilía), Ashley Cole (England), Rio Ferdinand (England), William Gallas (Frakkland), Fabio Grosso (Ítalía), Philipp Lahm (Þýskaland), Lucio (Brasilía), Rafael Marquez (Mexíko), Marco Materazzi (Ítalía), Miguel (Portúgal), Alessandro Nesta (Ítalía), Carles Puyol (Spánn), Willy Sagnol (Frakkland), John Terry (England), Lilian Thuram (Frakkland), Gianluca Zambrotta (Ítalía).

Miðjumenn:
Michael Ballack (Þýskaland), Deco (Portúgal), Cesc Fabregas (Spánn), Luis Figo (Portúgal), Gennaro Gattuso (Ítalía), Steven Gerrard (England), Kaka (Brasilía), Frank Lampard (England), Claude Makalele (Frakkland), Andrea Pirlo (Ítalía), Juan Roman Riquelme (Argentína), Francesco Totti (Ítalía), Patrick Vieira (Frakkland), Ze Roberto (Brasilía), Zinedine Zidane (Frakkland).

Framherjar:
Adriano (Brasilía), Hernan Crespo (Argentína), Didier Drogba (Fílabeinsströndin), Samuel Eto'o (Kamerún), Thierry Henry (Frakkland), Miroslav Klose (Þýskaland), Lionel Messi (Argentína), Arjen Robben* (Holland), Ronaldinho (Brasilía), Ronaldo (Brasilía), Cristiano Ronaldo (Portúgal), Wayne Rooney (England), Andriy Shevchenko (Úkraína), Luca Toni (Ítalía), Fernando Torres (Spánn).
Athugasemdir
banner
banner