Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 09. október 2006 15:51
Hafliði Breiðfjörð
Myndaveisla: Íslenska landsliðið æfir í Kaplakrika
Íslenska landsliðið æfði í morgun á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði en liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir stórleikinn gegn Svíþjóð á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld. Eftir slæmt tap gegn Lettlandi ytra um helgina er nauðsynlegt að liðið nái sér á strik á ný í þeim leik. Fótbolti.net mætti í Kaplakrika og hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingunni.

Markvörðurinn Árni Gautur Arason með glæsilega hjólhestaspyrnu.

Þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson ræðir málin við Hermann Hreiðarsson.

Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir hér nokkrum liðsfélögum sínum í þrautakóng.

Helgi Valur Daníelsson gat lítið tekið þátt í æfingunni vegna meiðsla í baki.

Framherjarnir Eiður Smári og Veigar Páll leggja á ráðin hvernig á að brjóta vörn Svíanna.

Marel Baldvinsson sýnir Arnari Þór Viðarssyni hver það er sem ræður.
Hannes Þ. Sigurðsson fylgist með.

Eyjólfur fylgist náið með strákunum.

Strákarnir voru kátir á æfingunni eins og sjá má á þessari mynd.

Eiður Smári og Emil Hallfreðsson í kapphlaupi um boltann.

Eiður Smári í léttum dansi.

Miðverðirnir Ívar Ingimarsson og Hermann Hreiðarsson.

Eiður Smári ræddi að æfingunni lokinni við sænsku sjónvarpsmennina.


Athugasemdir
banner