Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   mið 25. október 2006 10:26
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Fréttablaðið 
Viktor Bjarki líklega til Lilleström
Viktor Bjarki Arnarson.
Viktor Bjarki Arnarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hilmar Þór
Viktor Bjarki Arnarson leikmaður Víkinga sem var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar er líklega á leið til norska félagsins Lilleström þar sem hann var á reynslu á dögunum.

Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en þar segir að Víkingar hafi átt í viðræðum við norska félagið upp á síðkastið og að í gærkvöldi hafi ekki borið á milli félaganna.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að Lilleström hafi upphaflega boðið 10 milljónir króna í Viktor en Víkingar höfnuðu því og sendu gagntilboð sem var svarað með öðru gagntilboði og þannig hefur boltinn gengið á milli félaganna.

Við munum fylgjast með málinu í dag og segja fréttir af því þegar og ef samningar nást milli aðilanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner