Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 31. október 2006 16:55
Hafliði Breiðfjörð
Matthías Guðmundsson fer til FH
Matthías Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu í ágúst.
Matthías Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu í ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Guðmundsson hefur tekið ákvörðun um að ganga í raðir FH-inga samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fótbolta.net en þetta mun væntanlega verða tilkynnt síðar í vikunni.

Matthías rifti samningi sínum við Valsmenn í haust og ákvað að reyna fyrir sér erlendis. Hann fór til reynslu hjá AGF í Danmörku og Álasund í Noregi en fékk ekki samningsboð frá félögunum. Því ákvað hann að leita sér að félagi hér á landi og hefur nú valið FH.

Nokkur félög voru á höttunum á eftir Matthíasi og meðal þeirra vildu Valsmenn semja við hann á ný. Hann hefur tilkynnt þeim liðum sem vildu fá sig að hann hafi ákveðið að ganga til liðs við Íslandsmeistara FH.

Matthías er 26 ára gamall framherji sem getur spilað á kanti. Hann hefur allan sinn feril spilað með Val. Hann á að baki 83 leiki með Val í efstu deild hér á landi og hefur skorað í þeim 18 mörk.

Hann var valinn í íslenska landsliðið sem mætti Spánverjum í ágúst og kom inná sem varamaður seint í leiknum. Þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir A landslið Íslands en áður hafði hann leikið með U21 og U17 ára landsliðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner