Heimild: Soccernet
Sir Alex Ferguson vonast eftir því að ekkert skyggi á afmælisviku hans en í gær voru tuttugu ár frá því hann tók við Manchester United. Hann vill líklega síst af öllu að Southend slái lið sitt út úr ensku deildabikarkeppninni en liðin eigast við í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00.
United rétt slapp í gegnum síðustu umferð í keppninni með blöndu af eldri leikmönnum, minni spámönnum og ungum leikmönnum. Einn þeirra ungu, Kieran Lee, skaut United áfram á síðustu mínútu framlenginar í leiknum.
Southend sló Leeds út úr keppninni en þeim hefur gengið afleitlega í deildinni og hafa ekki unnið í síðustu tólf leikjum. Sir Alex mu stilla upp sterku liði í kvöld en aðeins Ryan Giggs, Paul Scholes, Gary Neville og Edwin van der Sar spila ekki með.
Athugasemdir