Heimild: Heimasíða Leiknis
Leiknir Fáskrúðsfirði sigraði Hött 3-2 í æfingaleik í Fjarðabyggðarhöllinni á sunnudagskvöldið. Hilmar Bjartþórsson, Daði Steinsson og Jóhann Örn Jónsson skoruðu fyrir Leikni en því miður höfum við ekki markaskorara Hattar.
Höttur lék einnig æfingaleik 29.desember en þá mætti liðið Huginn í Fjarðabyggðarhöllinni. Lokatölur urðu 4-4 í miklum markaleik. Guðmundur Magnússon sem tók við þjálfun Hugins í haust tefldi fram tveimur fyrrverandi fyrirliðum Hugins sem voru heima í jólafríi, þeim Bjarna Hólm Aðalsteinssyni leikmanni ÍBV og Birki Pálssyni sem skipti í Þrótt Reykjavík fyrir s.l. tímabil.
Njáll Eiðsson nýráðinn þjálfari Hattar fór hinsvegar þá leið að notast aðeins við núverandi leikmenn og "jólagestirnir" þurftu því að gera sér að góðu að horfa á, en á meðal áhorfanda mátti sjá landsliðsmanninn Hjálmar Jónsson, Frey Guðlaugsson Fylki, Grindvíkinginn Eystein Hauksson ásamt Högna Helgasyni og Óttari Magnússyni sem skiptu í Keflavík nú í haust.
Skallagrímur og Álftanes gerðu 3-3 jafntefli á Framvelli í fyrrakvöld. Álftnesingar voru sterkari framan af og fengu fjölda færa sem ekki nýttust áður en Magnús Einar Magnússon kom þeim 1-0 yfir. Skallagrímsmenn jöfnuðu metin um 5 mínútum síðar þegar markvörður Álftnesinga sparkaði boltanum í eigið mark eftir misheppnað skot Guðmundar Björns Þorbjörnssonar. Staðan var 1-1 í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Kjartan Kjartansson fyrir Álftnesinga áður en Borgnesingar jöfnuðu aftur þegar að Hörður Jens Guðmundsson skoraði. Guðbjörn Alexander Sæmundsson skoraði þriðja mark Álftnesinga áður en Valdimar K. Sigurðsson jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu. Bæði lið fengu ágætis færi til að skora sigurmarkið en það tókst ekki og því fór leikurinn 3-3.
Höttur 4 - 4 Huginn
0-1 Friðjón Gunnlaugsson
1-1 Stefán Eyjólfsson
2-1 Ívar Karl Hafliðason
3-1 Vilmar Freyr Sævarsson
3-2 Friðjón Gunnlaugsson
3-3 Sjálfsmark
3-4 Sveinbjörn Jónasson
4-4 Björgvin Karl Gunnarsson
Leiknir Fáskrúðsfirði 3 - 2 Höttur
Skallagrímur 3 - 3 Álftanes
0-1 Magnús Einar Magnússon
1-1 Sjálfsmark
1-2 Kjartan Kjartansson
2-2 Hörður Jens Guðmundsson
2-3 Guðbjörn Sæmundsson
3-3 Valdimar Kristmunds Sigurðsson
Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected].
Athugasemdir