Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   þri 09. janúar 2007 23:45
Andri Fannar Stefánsson
Heimild: Opinber heimasíða Liverpool 
Garcia í skoðun á morgun - Gonzalez ekki lengi frá
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Luis Garcia mun fara í skoðun á miðvikudagsmorgun til að kanna nánar hnémeiðslin sem hann varð fyrir í tapleiknum í enska deildabikarnum gegn Arsenal en hann var borinn útaf í síðari hálfleik og Rafael Benítez óttast að Garcia gæti verið frá keppni í langan tíma.

,,Luis (Garcia) er með hnévandamál en í augnablikinu er ekkert að frétta af honum. Hann mun fara í skoðun á morgun en það lítur út fyrir að við gætum verið án hans í langan tíma," sagði Rafael Benítez.

Mark Gonzalez varð að fara af leikvelli rétt eftir að leikurinn hófst eftir að hafa lent í tæklingu og síðan hnigið niður vegna meiðsla á legg og þá fór Stephen Warnock af leikvelli vegna höggs á rifbein.

Benítez var að vonum vonsvikinn eftir annað tapið á fjórum dögum gegn Arsenal. ,,Þetta var slæmt kvöld fyrir okkur og það eina sem við getum gert er að biðja stuðningsmennina fyrirgefningar."

,,Vandamálið var að við fengum fjögur mörk á okkur í fyrri hálfleik. Þegar staðan er þannig er mjög erfitt að gera eitthvað úr leiknum og stjórna honum."

,,Við þurftum mark snemma í seinni hálfleik en gátum ekki skorað þá. Þegar við skoruðum höfðu Arsenal þau gæði að geta haldið boltanum og gert þetta afar erfitt fyrir okkur."

,,Samt verðum við að gleyma leiknum í kvöld eins snemmt og hægt er og hugsa um leikinn gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og svo Meistaradeildina," sagði þessi spánski stjóri en nú hafa Liverpool tapað tvisvar á árinu á Anfield og er það eitthvað sem þeir gerðu aldrei á árinu 2006.
Athugasemdir
banner
banner