Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   mið 10. janúar 2007 16:00
Andri Fannar Stefánsson
Heimild: Opinber heimasíða Liverpool 
Luis Garcia frá út tímabilið - Gonzalez í þrjár vikur
Spánverjinn liggur á vellinum í gærkvöld, sárkvalinn.
Spánverjinn liggur á vellinum í gærkvöld, sárkvalinn.
Mynd: Getty Images
Liverpool hafa nú greint frá því að Luis Garcia muni ekki leika fótbolta meira á þessu tímabili en hann var borinn af velli sárþjáður í gærkvöld í leiknum í enska deildabikarnum gegn Arsenal. Skoðun í dag leiddi í ljós að hann hefur slitið fremra krossband í hægra hné eftir að hafa lent afar illa á vellinum.

Ian Cotton fjölmiðlafulltrúi Liverpool sagði: ,,Því miður þá teljum við að við verðum án Luis Garcia í sex mánuði."

Þá verður miðjumaðurinn frá Chile, Mark Gonzalez frá í þrjár vikur eftir að hafa verið borinn af velli í þessum sama leik, meiddur á legg. Röntgenskoðun strax eftir leikinn staðfesti það að hann var ekki brotinn en skoðun í dag leiddi í ljós að hann er mjög marinn á hægri leggnum og þjáist af svokölluðu beinmari.
Athugasemdir
banner
banner