Alfreð Finnbogason leikmaður 2.flokks Breiðablik skoraði fyrir Sassari Torres í 3-0 sigri liðsins á U-17 ára landsliði Ítala í gær. Alfreð dvelur á Ítalíu sem skiptinemi og leikur með Sassari Torres en hann er 18 ára gamall sóknarmaður.
Hann lék eins og fyrr segir í gær gegn U-17 ára liði Ítala og skoraði þar eitt marka liðsins. Alfreð lék á tvo leikmenn Ítala og lagði boltann fallega framhjá markmanni þeirra. Alfreð átti góðan dag fyrir framan fjölda manns sem komu á völlinn.
Alfreð mun dvelja í rúma fimm mánuði á Ítalíu. Hann kemur heim í byrjun júlí og mun þá spila með Blikunum.
Athugasemdir