Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   fös 16. febrúar 2007 14:45
Magnús Már Einarsson
Hannes skrifar undir hjá Viking um helgina eða á mánudag
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson hjá Bröndby mun skrifa undir samning við norska félagið Viking um helgina eða á mánudag en þetta staðfesti hann við Fótbolti.net í dag.

Hannes á einungis eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum áður en hann skrifar undir hjá Viking en hann segir þau atriði ekki stoppað það að félagaskiptin gangi í gegn.

Hannes sem hefur skorað eitt mark í níu leikjum með íslenska landsliðinu lék með Víking frá 2002-2005 áður en að hann gekk til liðs við Stoke. Hann gekk síðan til liðs við Bröndby í ágúst síðastliðnum en danska félagið ákvað á dögunum að setja hann á sölulista og nú er ljóst að Hannes er á leið aftur til Viking.

,,Þetta er frábært. Frábært að koma til baka," sagði Hannes meðal annars við Fótbolti.net í dag, ánægður með að vera aftur á leið til Viking.
Athugasemdir
banner
banner