Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   sun 18. febrúar 2007 00:50
Magnús Már Einarsson
Heimild: Verdens Gang 
Craig Bellamy lamdi John Arne Riise með golfkylfu
Er Bellamy kominn í vandræði enn á ný?
Er Bellamy kominn í vandræði enn á ný?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt frétt á vefsíðu Verdens Gang í Noregi í kvöld mun hafa soðið upp úr í æfingabúðum Liverpool á Algarve í Portúgal en Craig Bellamy framherja liðsins ku hafa sparkað upp dyrunum á herbergi John Arne Riise og lamið Norðmanninn með golfkylfu.

Atvikið átti sér stað á föstudagskvöld samkvæmt Nettavisen en Riise á að hafa legið í rúmi sínu þegar að Bellamy braust allt annað en sáttur inn til hans og sló nokkrum sinnum til hans með golfkylfu.

Jan Kvalheim talsmaður Riise vildi ekki neita né játa þessum tíðindum í samtali við Verdens Gang í kvöld en hann sagðist hafa talað við Riise. Hann gat hins vegar ekki uppljóstrað um hvað þeir spjölluðu.

,,Það get ég því miður ekki sagt neitt um í kvöld," svaraði Kvalheim og bætti við að Liverpool muni koma með yfirlýsingu í dag, sunnudag.

Aðrir leikmenn Liverpool eiga einnig að hafa látið illa í ferðinni á Algarve samkvæmt portúgalska blaðinu Record og þeir Jerzy Dudek, Robbie Fowler og Jermaine Pennant munu hafa farið á fyllerí og látið illa þar.

Reynist þessar fréttir úr norskum fjölmiðlum og hjá Record á rökum reistar er það ekki gott fyrir Liverpool sem mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn en vandræði hafa einnig komið upp í herbúðum spænska liðsins þar sem Samuel Eto´o var mikið í umræðunni fyrir gagnrýni á þjálfara og liðsfélaga eftir leikinn gegn Racing um síðustu helgi.

Einnig eru þetta ekki góð tíðindi fyrir Bellamy sem hefur ekki beint verið sá prúðasti í bransanum í gegnum tíðina en hann var meðal annars rekinn heim úr æfingaferð með Newcastle á sínum tíma auk þess sem hann var kærður fyrir líkamsáras.
Athugasemdir
banner
banner
banner