Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fim 22. febrúar 2007 10:34
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Aftenposten 
Gylfi Einarsson orðaður við Viking frá Stafangri
Mörg norsk lið á höttunum eftir honum segir umboðsmaður hans
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Norska dagblaðið Aftenbladet greinir frá því í dag að norska úrvalsdeildarliðið Viking frá Stafangri sé á höttunum eftir Gylfa Einarssyni, leikmanni Leeds United, en þjálfari norska liðsins er Uwe Rösler sem var samherji Gylfa hjá Lilleström fyrir nokkrum árum.

Jim Solbakken, umboðsmaður Gylfa, segir að mörg norsk lið líti hýru auga til íslenska landsliðsmannsins.

,,Það eru fleiri norsk lið sem hafa áhuga á Gylfa en við höfum tekið þá ákvörðun að hann verði hjá Leeds til sumarsins.”

,,Hann er ekki á leiðinni til Viking á þessari stundu en enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér eða hvað skeður eftir þrjá mánuði.”

Vitað er að norsku úrvalsdeildarliðin Strömsgodset og Lilleström hafa einnig áhuga að fá Gylfa í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner