Heimild: Sky
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var samur við sig í morgun þegar hann gagnrýndi erkiféndur sína í Arsenal fyrir að hafa ekki náð árangri með unglingana sína og Manchester United fyrir óverðskuldaðan árangur þetta árið.
,,Arsenal eru með frábæra drengi," sagði Mourinho. ,,En ég yrði ekki leiður ef félag gæfi mér þrjú, fjögur, fimm ár og segði svo við mig, 'Þú þarft ekki að vinna. Þú getur tapað úrvalsdeild eftir úrvalsdeild, og þú færð þrjár, fjórar, fimm leiktíðir til að byggja upp. Ég yrði ekki leiður."
,,Síðan ég kom hafa þeir ekki gert neitt. Síðan við komum til Chelsea hfa þeir tapað úrvalsdeildum, þeir hafa tapað Góðgerðarskildinum fyrir okkur, þeir töpuðu Carling Cup fyrir okkur. Mér finnst þeir ekki vinna mikið. Alveg frábærir ungir drengir, topp stjóri, lið með frábæra framtíð, en þeir vinna ekki."
Mourinho var ekki búinn því hann skaut einnig á topplið Manchester United sem hann segir hafa verið heppið þetta árið og að Cristiano Ronaldo láti sig falla.
,,Þetta er leiktíð sem United hafa ekki lent í neinum meiðslum og hver einasti leikmaður er í leikhæfu formi. Þeir fara í Meistaradeildina og mark er dæmt af andstæðingnum [Lille] og markið þeirra er þetta mark."
,,Þeir fara til Fulham og það virðist sem þeir verðskuldi að tapa en þeir vinna. Þeir spila gegn Tottenham, það er 0-0 og Cristiano lætur sig falla, þeir fá vítaspyrnu og vinna 4-0. það virðist sem allt falli með þeim, en svona er fótboltinn."
,,Ég sá ekki Fulham leikinn, en upplýsingarnar sem ég hef eru að þetta var alveg óverðskuldað. Þetta er leikur sem þeir hefðu getað tapað og að lokum unnu þeir hann."
Athugasemdir