Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 07. mars 2007 11:22
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
David Navarro: Ég skammast mín
Navarro tekur á sprett út af vellinum með leikmenn Inter á eftir sér.
Navarro tekur á sprett út af vellinum með leikmenn Inter á eftir sér.
Mynd: Getty Images
David Navarro leikmaður Valencia hefur beðist afsökunar á hegðun sinni eftir leik liðsins gegn Inter í Meistaradeildinni í gær en hann átti stóran þátt í slagsmálunum þar.

Navarro hlaup inn á völlinn eftir að leik lauk og kýldi Nicolas Burdisso leikmann Inter sem nefbrotnaði í kjölfarið. Navarro tók því næst á sprett út af vellinum með Julio Cruz og Ivan Cordoba leikmenn Inter á eftir sér.

Navarro hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni en hann má búast við leikbanni frá UEFA eftir fáránlega framkomu sína í gær.

,,Ég vil biðja þá afsökunar sem sköðuðust af framkomu minni. Ég sá einhvern reyna að ráðast á liðsfélaga minn og missti stjórn á mér," sagði Navarro við spænsku úrvarpsstöðina Cadena Sar.

,,Ég hef aldrei tekið þátt í svona hegðun áður og þetta mun aldrei gerast aftur. Ég er fullur iðrunnar og skammast mín," sagði Navarro.
Athugasemdir
banner
banner
banner