Heimild: BBC
Fjölmiðlar erlendis fjalla í dag mikið um slagsmálin sem brutust út eftir leik Valencia og Inter í Meistaradeildinni í gær. Spænska liðið komst áfram á mörkum á útivelli eftir markalausa jafnteflið í gær en eftir leikinn fór allt í bál og brand. UEFA hefur staðfest það að málið verði tekið fyrir og mega liðin búast við refsingu.
,,Ákvörðun er væntanleg þegar að aganefndin kemur saman 22 mars," sagði talsmaður UEFA í dag.
Lætin byrjuðu eftir leik í gær en Carlos Marchena sparkaði í Nicolas Burdisso leikmann Inter og í kjölfarið kom David Navarro, varamaður úr liði Valencia á sprettinum inn á.
Hann kýldi Burdisso sem nefbrotnaði við höggið. Navarro tók því næst á sprett út af vellinum með Julio Cruz og Ivan Cordoba leikmenn Inter á eftir sér.
Ekki var látunum lokið því að slagsmál héldu áfram á milli leikmanna og starfsmanna liðanna í leikmannagöngunum.
Francesco Toldo markvörður Inter fór í allt annað en vinalega heimsókn í búningsherbergi Valencia og liðsfélagar hans Esteban Cambiasso og Luis Figo reyndu að gera slíkt hið saman en voru stöðvaðir af öryggisvörðum.
Eins og við greindum frá fyrr í dag hefur Navarro beðist afsökunar á hegðun sinni en Roberto Mancini hefur kallað hann heigul fyrir hegðunina.
,,Núna þegar ég hef séð myndband af þessu er ekkert annað sem þú getur sagt um einhvern sem að kýlir einhvern eins og þarna og hleypur síðan í burtu," sagði Mancini.
David Villa framherji Valencia segir það hafa verið synd hvernig leikurinn endaði.
,,Þetta var ónauðsynlegt, ljótt og sorglegt. Á svona stundum þegar að tilfiningarnar eru miklar eru sumir sem að vita ekki hvernig þeir eiga að hafa stjórn á sér," sagði Villa eftir leikinn í gær.
Sjá einnig:
Burdisso nefbrotnaði í látunum á Mestalla (Með myndum)
David Navarro: Ég skammast mín
Athugasemdir