Heimild: Sky
Roberto Mancini stjóri Inter Milan segir að David Navarro leikmaður Valencia sé algjör gunga en Navarro átti stærstan hluta í slagsmálunum sem fylgdu í kjölfar leiks liðanna í Meistaradeildinni í gærkvöldi.
Navarro geystist inn á völlinn og kýldi argentínska landsliðsmanninn og leikmann Inter, Nicolas Burdisso, en hann nefbraut hann. Navarro hljóp síðan bara í burtu og slagsmálin héldu áfram.
,,Ég sá ekkert því að ég gekk strax til búningsklefanna," sagði Mancini. ,,Strákarnir sögðu mér síðan hvað hafði gerst eftir á."
,,Núna hef ég séð þetta og það eina sem ég get sagt um Valencia leikmanninn er að hann er gunga. Það er það eina sem er hægt að segja um þann sem kýlir mann og hleypur síðan rakleitt í burtu."
Burdisso var álíka ósáttur með þessi læti. ,,Ég var að deila við annan leikmann og það sem hann(Navarro) gerði er eitthvað sem alvöru karlmaður myndi aldrei gera," sagði Burdisso.
,,Síðan eru það viðbrögðin hjá liðsfélögum mínum en ég held að þau sýni bara hvað við erum góður hópur. Það er til skammar að við séum úr leik."
UEFA mun fjalla um málið og tilkynna ákvarðanir sínar þann 22. mars. ,,Ég hef trú á UEFA," sagði Burdisso að lokum.
Massimo Moratti forseti Inter tók undir með Burdisso og sagði að Inter væri ánægðir með að UEFA muni taka málið fyrir. ,,Fulltrúar UEFA munu gera það sem þeir þurfa að gera en ég held að Inter muni ekki gera neitt meira."
Sjá einnig:
UEFA ætlar að rannsaka slagsmálin hjá Valencia og Inter
Burdisso nefbrotnaði í látunum á Mestalla (Með myndum)
David Navarro: Ég skammast mín
Athugasemdir