Heimild: BBC
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákært Inter, Valencia og fimm leikmenn liðanna fyrir slagsmálin sem brutust út eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Carlos Marchena og David Navarro leikmenn Valencia og Nicolas Burdisso, Ivan Cordoba og Maicon leikmenn Inter fá á sig kæru fyrir alvarlega óíþróttamannslega hegðun.
Aganefnd UEFA mun svo taka málið fyrir á fundi sínum 14. mars næstkomandi. Navarro gerði allt vitlaust er hann nefbraut Burdisso og í kjölfarið hófust slagsmál milli leikmanna beggja liða.
Lætin bárust inn í göngin í átt að búningsklefum liðanna en leikmenn Inter reyndu að ná til Navarro þar sem hann var í búningsklefa Valencia. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Valencia komst áfram eftir að hafa gert 2-2 jafntefli í Mílanó í fyrri leiknum.
Sjá einnig:
Roberto Mancini: Navarro er aumingi
UEFA ætlar að rannsaka slagsmálin hjá Valencia og Inter
Burdisso nefbrotnaði í látunum á Mestalla (Með myndum)
David Navarro: Ég skammast mín
Athugasemdir