Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 08. mars 2007 08:00
Magnús Már Einarsson
Laug sig í liðið hjá Southampton en var skelfilegur
Furðulegar hliðar fótboltans
Souness taldi sig hafa náð góðum kaupum me því að krækja í
Souness taldi sig hafa náð góðum kaupum me því að krækja í "frænda George Weah"
Mynd: Getty Images
Marga fótboltamenn dreymir um að spila í ensku úrvalsdeildinni en fáir hafa beitt sömu brögðum og Ali Dia sóknarmaður frá Senegal sem hefur nú hætt í boltanum.

Eftir að hafa meðal annars leikið í neðri deildunum í Þýskalandi og Frakklandi og mistekist að fá samning eftir að hafa verið til reynslu hjá liðum í neðri deildunum á Englandi fékk Ali Dia, þá 31 árs gamall, þá flugu í höfuðið að láta umboðsmann sinn hringja í Graeme Souness þáverandi stjóra Southampton.

Umboðsmaðurinn gerði það og þóttist vera George Weah sem var á sínum tíma besti knattspyrnumaður í heimi. “Weah” sagðist eiga frænda sem ætti þrettán landsleiki að baki og spilaði með Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Ekki var þetta satt enda símtalið frá umboðsmanni Ali Dia en ekki George Weah. Graeme Souness trúði hins vegar þessu öllu og gerði eins mánaðarsamning við Ali Dia.

23.nóvember 1996 meiddist Matthew Le Tissier leikmaður Southampton síðan á 32.mínútu í leik gegn Leeds. Ali Dia var skipt inn á í hans stað og er ennþá þann dag í dag hlegið af tilburðum hans á Englandi.

Dia var tekinn aftur af velli eftir að hafa leikið í 53.mínútur í þessum 2-0 tapleik Southampton. Samningi hans við Southampton var rift eftir tvær vikur og í kjölfarið lék hann um stutta stund með Gateshead í utandeildinni áður en að hann hvarf af sjónarsviðinu...kannski til að fara í heimsókn til frænda síns Weah.

Furðulegar hliðar fótboltans er liður hér á Fótbolta.net þar sem ein óvenjuleg saga tengd fótbolta er sögð alla virka daga. Við tökum ábendingum um slíkar sögur fegins hendi en bendum fólki þá á netfangið [email protected].

Smelltu hér til að sjá yfirlit yfir allar fréttir úr ,,Furðulegar hliðar fótboltans".
Athugasemdir
banner
banner
banner