Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
   mið 14. mars 2007 13:38
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða UEFA 
David Navarro í sjö mánaða bann-Burdisso og Maicon í 6 leiki
Navarro tekur á sprett með leikmenn Inter á eftir sér.  Julio Cruz og Ivan Cordoba sem eru að elta hann fengu tveggja og þriggja leikja bann.
Navarro tekur á sprett með leikmenn Inter á eftir sér. Julio Cruz og Ivan Cordoba sem eru að elta hann fengu tveggja og þriggja leikja bann.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
David Navarro varnarmaður Valencia var í dag dæmdur í sjö mánaða keppnisbann í keppnum á vegum UEFA vegna þáttöku sinnar í slagsmálum eftir Valencia og Inter í Meistaradeildinni í síðustu viku. Navarro sem hafði verið varamaður í leiknum hljóp inn á eftir leikinn og kýldi Nicolás Burdisso leikmann Inter sem nefbrotnaði í kjölfarið. Burdisso hefur einnig verið dæmdur í sex leikja bann sem og liðsfélagi hans Maicon og þá fékk Carlos Marchena leikmaður Valencia fjögurra leikja bann.

Navarro var dæmdur í bann eftir að aganefnd UEFA skoðaði myndbandsupptökur af atvikinu en sambandið ætlar núna að biðja FIFA um að láta bannið einnig gilda hjá sér þannig að leikmaðurinn geti heldur ekki leikið með Valencia heima fyrir á Spáni.

Burdisso og Maicon voru dæmdir í sex leikja bann eins og áður kom fram og Ivan Cordoba og Julio Cruz voru dæmdir þriggja og tveggja leikja bann.

Leikbannið hjá Inter leikmönnunum gildir einungis í keppnum á vegum UEFA og ætlar evrópska knattspyrnusambandið ekki að leita til FIFA til að láta það bann gilda í öllum keppnum líkt og hjá Navarro.

Valencia og Inter fengu einnig sekt upp á um það 155 þúsund evrur í dag fyrir slagsmálin í síðustu viku en leikmennirnir og félögin hafa þrjá daga til að áfrýja þessum úrskurði.

Navarro gerði allt vitlaust er hann nefbraut Burdisso og í kjölfarið hófust slagsmál milli leikmanna beggja liða.

Lætin bárust inn í göngin í átt að búningsklefum liðanna en leikmenn Inter reyndu að ná til Navarro þar sem hann var í búningsklefa Valencia. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Valencia komst áfram eftir að hafa gert 2-2 jafntefli í Mílanó í fyrri leiknum.

Sjá einnig:
Myndband af slagsmálunum eftir leik Valencia og Inter
UEFA ætlar að rannsaka slagsmálin hjá Valencia og Inter
Burdisso nefbrotnaði í látunum á Mestalla (Með myndum)
David Navarro: Ég skammast mín
Athugasemdir
banner