Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   sun 18. mars 2007 15:28
Andri Fannar Stefánsson
England: Steindautt jafntefli á Villa Park
John Carew og Daniel Agger í leiknum í dag.
John Carew og Daniel Agger í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Aston Villa 0 - 0 Liverpool

Öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka í blíðunni á Villa Park en heimamenn í Aston Villa mættu Liverpool.

Afar fátt markvert gerðist í leiknum og má helst nefna í fyrri hálfleik brot á Stilyian Petrov innan vítateigs Liverpool en dómari leiksins dæmdi ekki víti þó að endursýningar í sjónvarpi sýndu að þarna hefði hann alveg mátt flauta.

Í þeim síðari gerðist álíka lítið og var mikið um miðjuþóf en liðunum gekk afar illa að skapa sér marktækifæri. Það voru helst skot utan af velli sem ógnuðu mörkunum. Niðurstaðan steindautt 0-0 jafntefli.

Klukkan fjögur hefst síðan leikur Everton og Arsenal á Goodison Park.

Aston Villa: Thomas Sorensen, Phillip Bardsley, Wilfred Bouma, Gary Cahill, Olof Mellberg, Gareth Barry, Gavin McCann, Stilyan Petrov, Gabriel Agbonlahor, John Carew, Ashley Young.

Liverpool: Jose Reina, Daniel Agger, Fabio Aurelio, Jamie Carragher, Steve Finnan, Steven Gerrard, Javier Mascherano, John Arne Riise, Momo Sissoko, Craig Bellamy, Dirk Kuyt.

Athugasemdir
banner
banner
banner