Heimild: BBC
Átta leikmenn frá Manchester United eru í liði ársins í úrvalsdeildinni hjá leikmannasamtökunum en liðið var gert opinbert á hátíðarkvöldi í kvöld þar sem að Cristiano Ronaldo kantmaður United var valinn bæði besti leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu og besti ungi leikmaðurinn.
Í liði ársins í úrvalsdeildinni er Edwin van der Sar markvörður United sem og öll varnarlína liðsins. Þá eru Cristiano Ronaldo og Ryan Giggs á köntunum auk þess sem Paul Scholes er á miðjunni ásamt Steven Gerrard fyrirliða Liverpool.
Frammi eru síðan Didier Drogba leikmaður Chelsea og Dimitar Berbatov hjá Tottenham.
Lið ársins í ensku úrvalsdeildinni:
Edwin van der Sar, Gary Neville, Nemanja Vidic, Rio Ferdinand, Patrice Evra (allir Manchester United); Ryan Giggs, Paul Scholes, Cristiano Ronaldo (allir Manchester United) og Steven Gerrard (Liverpool); Didier Drogba (Chelsea) og Dimitar Berbatov (Tottenham)
Lið ársins í Championship deildinni:
Matt Murray (Wolves), Graham Alexander (Preston), Gareth Bale (Southampton), Darren Moore (Derby), Curtis Davies (West Brom), Jason Koumas (West Brom), Carlos Edwards (Sunderland), Dean Whitehead (Sunderland), Diomansy Kamara (West Brom), Michael Chopra (Cardiff), Gary McSheffrey (Birmingham)
Athugasemdir