Heimild: Reuters
Reiður stuðningsmaður AC Milan setti Dida markvörð liðsins til sölu á eBay á internetinu fyrir síðari leik liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.
Dida sem er 33 ára kom til AC milan árið 2000 og var hetja liðsins í sigri á Juventus í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2003.
Hann hefur átt það til að gera slæm mistök og hann var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í 3-2 sigri Manchester United í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn.
Þar náði Dida ekki að verja skalla Cristiano Ronaldo og sló hann síðan í eigið net. Þá vildu einhverjir meina að hann hefði átt að verja nærstöngina betur þegar að Wayne Rooney skoraði sigurmarkið í viðbótartíma.
Dida náði ekki að vekja mikinn áhuga á eBay. Í morgun hafði hæsta boð í hann farið upp í 71 evru eftir 25 tilboð en þá var hann tekinn út af síðunni og er ekki hægt bjóða lengur í þennan markvörð AC Milan.
Athugasemdir