Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
   mið 02. maí 2007 11:12
Stefán Guðberg Sigurjónsson
Heimild: Sky 
Mourinho: Andrúmsloftið á Anfield var ekkert sérstakt
Mourinho ásamt Rafa Benitez í gærkvöldi
Mourinho ásamt Rafa Benitez í gærkvöldi
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur sagt að honum fundist andrúmsloftið á Anfield þegar Liverpool lagði Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi ekkert sérstakt.

,,Fólk var að tala um andrúmsloftið en ég tók ekki eftir neinu sérstöku andrúmslofti. Ég sá ákaft andrúmsloft en ég sá eitt lið í bláu sem spilaði til þess að vinna. Ég sá eitt lið í bláu sem vildi spila vel,” sagði Mourinho.

,,Þeir áttu góðan kafla í fyrri hálfleik en eftir það fannst mér bláa liðið vera betra liðið svo að mér fannst andrúmsloftið ekki vera ástæða fyrir neinu.”

,,Chelsea reyndi að vinna leikinn á 90 mínútum og í framlengingu. Þú gast séð að í öllum aukaspyrnun setti Chelsea alla sterka leikmenn í teiginn og reyndi að skora. Við sýndum greinilega að við vildum vinna leikinn,” sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner