Sérfræðingarnir sem spáðu eru: Atli Eðvaldsson, Ásmundur Arnarsson, Bjarni Jóhannsson, Gunnar Oddsson, Henry Birgir Gunnarsson, Hrafnkell Kristjánsson, Hörður Magnússon, Jörundur Áki Sveinsson, Logi Ólafsson, Luka Kostic, Pétur Pétursson, Víðir Sigurðsson, Þorlákur Árnason.
H vað segir Ásmundur? Ásmundur Arnarsson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Ásmundur sem er þjálfari Fjölnis sem leikur í 1. deildinni hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og lið hans hefur mætt mörgum af liðunum í deildinni.
Hér að neðan má sjá álit Ásmundar á FH.
Um FH: Enn eitt árið virðist FH mæta með sterkasta hópinn til leiks. Allt í tengslum við liðið og félagið er til fyrirmyndar. Frábær umgjörð, frábærir stuðningsmenn, flott þjálfarateymi og frábær hópur. Þeir hafa unnið báða titlana sem í boði hafa verið í ár og það er alveg ljóst að það verður erfitt að stoppa þessa maskínu. Fátt bendir til annars en að þeir sigri deildina í ár og nú ætla þeir sér væntanlega Bikarinn einnig.
Það er sterkt fá varnarjaxlana Auðunn Helga og Sverri Garðars inn eftir meiðsli og þó koma tvíburana til félagsins hafi verið umdeild þá hafa þeir verið að klára leikina fyrir þá að undanförnu.
Með Arnar og Bjarka í formi og Matthías Guðmundsson og Tryggva Guðmundsson sitthvoru megin við þá eru þeir íllviðráðanlegir. Sigurvin Ólafsson hefur einnig skorað grimmt á undirbúningstímabilinu sem og Matthías Vilhjálmsson sem er virkilega skemmtilegur leikmaður. Þá er Atli Guðnason ótrúleg markamaskína en hann má helst ekki stíga inn á völlinn þá er hann búinn að skora.
Satt best að segja er ekki auðvelt að sjá hvaða lið getur stöðvað FH liðið í ár og ætli sé ekki rétt að setja smá pressu á þá og spá þeim “Fernu” í ár fyrst þeir hafa nú þegar tekið tvo titla.
Styrkleikar: Gríðarlega sterkur og breiður hópur og þá sérstaklega í framlínunni. FH hefur skapað sér mikla hefð undanfarin ár og hefur frábæra umgjörð og stuðningsmenn. Leikmenn liðsins hafa óbilandi sjálfstraust og það er dýrmætt í baráttunni.
Veikleikar Það er erfitt að finna veikleika í svo sterku liði sem FH liðið er. Ef maður á að nefna eitthvað þá virðist ennþá vanta leikmann sem getur tekið við af gamla brýninu Heimi Guðjónssyni sem afgerandi leiðtogi liðsins. Davíð Þór Viðarssyni er væntanlega ætlað þetta hlutverk og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig það gengur.
Gaman að fylgjast með Það eru auðvitað margir leikmenn hér sem gaman er að fylgjast með en Matthías Vilhjálmsson er spennandi leikmaður og hefur verið mjög vaxandi í vetur og eins er Atli Guðnason að styrkjast mikið. Það verður gaman að sjá hvort þeir komist að í sterku liði FH.
Lykilmaður Það er erfitt að benda á ákveðinn lykilmann í þessu liði. Tommy Nielsen hefur verið lykilmaður og stjórnandi í varnarleiknum en sóknarlega hefur Tryggvi Guðmundsson verið traustur og ef tvíburarnir verða í standi í sumar verða þeir lykilmenn í sóknarleik liðsins.
Þjálfarinn:
Smiðurinn Ólafur Jóhannesson þjálfar FH fimmta árið í röð. Ólafur lék með FH í mörg ár og hefur áður þjálfað FH árin 1988-1991 og svo aftur árið 1995 þegar hann hætti á miðju tímabili.
Ólafur hefur náð bestum árangri allra þjálfara með liðið. Fyrst er FH var nokkrum mínútum frá því að verða Íslandsmeistari 1989 en endaði í 2. sæti á eftir KA og svo hefur hann náð frábærum árangri með FH nú eftir að hann tók við liðinu í þriðja sinn árið 2003.
Á fyrsta ári urðu þeir í öðru sæti deildarinnar, og næstu þrjú árin urðu FH-ingar Íslandsmeistarar og er spáð titlinum fjórða árið í röð. Ólafur hefur þjálfað fleiri lið hér á landi en hann kom Skallagrími í efstu deild fyrir nokkrum árum.
Líklegt byrjunarlið FH í upphafi móts:
Völlurinn: FH leikur heimaleiki sína á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Völlurinn tekur 6738 áhorfendur en sæti eru í stúku og gegnt henni var svo komið fyrir miklum fjölda af sætum síðasta sumar svo heildarsætafjöldi er kominn í 2250. Auk þess er góð aðstaða fyrir áhorfendur fyrir aftan bæði mörkin og í stæðum og í heildina er Kaplakrikavöllur skráður til að geta tekið við 6738 áhorfendum. Grasið var tekið upp fyrir þremur árum. .
Stuðningsmenn: Meðal þekktra stuðningsmanna FH eru Logi Ólafsson landsliðsþjálfari, Halli og Heiðar úr Botnleðju, Magnús Ólafsson leikari, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og útvarpsmaður, Árni Mathisen fjármálaráðherra, Hörður Magnússon sjónvarpsmaður, Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra, Björgvin Halldórsson söngvari, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Sigurður Sigurjónsson leikari . | |
Um félagið |

Fimleikafélag Hafnarfjarðar Stofnað 1929, knattspyrnudeild stofnuð 1939.
Titlar: Deildarmeistarar 2002 og 2004 Íslandsmeistarar 2004, 2005, 2006
Búningar: Adidas
Aðalbúningur: Hvít treyja, svartar buxur, hvítir sokkar
Varabúningur: Blá treyja, bláar buxur, bláir sokkar
Opinber vefsíða: FH.is
Stuðningsmannasíða: FHingar.net |
Komnir og farnir |
Nýjir frá síðasta sumri: |
Arnar Gunnlaugsson frá ÍA Bjarki Gunnlaugsson frá ÍA Matthías Guðmundsson frá Val Auðun Helgason, snýr aftur eftir meiðsli Sverrir Garðarsson, snýr aftur eftir meiðsli |
Farnir frá síðasta sumri: |
André Schei Lindbæk, í dönsku 1. deildina Peter Matzen, til Fremad Aarhus Baldur Bett, í Val Ármann Smári Björnsson í Brann Árni Freyr Guðnason til Fremad Aarhus á láni Haukur Ólafsson í Þrótt á láni Tómas Leifsson í Fjölni Hermann Albertsson í Víking |
Koma til baka úr láni |
Jón Ragnar Jónsson úr Þrótti |
Leikmenn FH |
nr. |
Nafn |
Staða |
1. |
Daði Lárusson |
Markvörður |
2. |
Auðun Helgason |
Varnarmaður |
3. |
Dennis Michael Siim |
Miðjumaður |
4. |
Tommy Nielsen |
Varnarmaður |
5. |
Freyr Bjarnason |
Varnarmaður |
6. |
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson |
Miðjumaður |
7. |
Bjarki Gunnlaugsson |
Miðjumaður |
8. |
Davíð Þór Viðarsson |
Miðjumaður |
9. |
Tryggvi Guðmundsson |
Framherji |
10. |
Sigurvin Ólafsson |
Miðjumaður |
11. |
Allan Dyring |
Framherji |
12. |
Róbert Örn Óskarsson |
Markvörður |
13. |
Arnar Gunnlaugsson |
Framherji |
14. |
Guðmundur Sævarsson |
Varnarmaður |
16. |
Matthías Guðmundsson |
Framherji |
17. |
Atli Viðar Björnsson |
Framherji |
18. |
Matthías Vilhjálmsson |
Framherji |
19. |
Ólafur Páll Snorrason |
Framherji |
20. |
Sverrir Garðarsson |
Varnarmaður |
21. |
Atli Guðnason |
Framherji |
23. |
Heimir Snær Guðmundss |
Varnar/miðju |
25. |
Pétur Viðarsson |
Varnarmaður |
27. |
Hjörtur Logi Valgarðsson |
Varnarmaður |
Leikir FH |
Dags: |
Tími |
Leikur |
12. maí |
14:00 |
ÍA - FH |
20. maí |
20:00 |
Keflavík - FH |
24. maí |
19:15 |
FH - HK |
29. maí |
20:00 |
Fram - FH |
10. júní |
19:15 |
FH - Fylkir |
14. júní |
20:00 |
KR - FH |
20. júní |
19:15 |
FH - Breiðabliik |
27. júní |
19:15 |
Valur - FH |
3. júlí |
19:15 |
FH - Víkingur |
15. júlí |
19:15 |
FH - ÍA |
28. júlí |
14:00 |
FH - Keflavík |
9. ágúst |
19:15 |
HK - FH |
16. ágúst |
19:15 |
FH - Fram |
26. ágúst |
18:00 |
KR - ÍA |
30. ágúst |
18:00 |
FH - KR |
16. sept |
16:00 |
Breiðablik - FH |
23. sept |
16:00 |
FH - Valur |
29. sept |
14:00 |
Víkingur - FH | |