Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 30. maí 2007 20:53
Hörður Snævar Jónsson
Heimild: Sky 
Man Utd ná samkomulagi um kaup á Anderson og Nani
Nani í baráttunni.
Nani í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Anderson í baráttunni.
Anderson í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Manchester United hafa komist að samkomulagi um kaup á Nani leikmanni Sporting Lissabon og Anderson leikmanni Porto. Þessir leikmenn ertu taldir vera með efnilegustu leikmönnum Evrópu.

Anderson er frá Brasilíu en Nani kemur frá Portúgal. Mikið hefur verið rætt um Nani undanfarna daga og hefur hann verið orðaður við United en nú er ljóst að hann er á förum þangað.

David Gill framkvæmdarstjóri United og Carlos Queiroz aðstoðarþjálfari flugu til Portúgal í dag og gengu frá þessum kaupum.

Nani hefur verið orðaður við Tottenham undanfarið en um leið og Manchester United vildi fá hann þá vildi hann fara þangað. Honum hefur verið líkt við Cristiano Ronaldo sem leikur með United en Anderson hefur hins vegar verið nefndur hin nýji Ronaldinho.

Anderson var lykilleikmaður í liði Porto sem vann deildina. Vitað var að Chelsea og Barcelona höfðu áhuga á þessum 19 ára gamla leikmanni.

Báðir þessir leikmenn hafa nú samþykkt að ganga til liðs við United en þeir eiga eftir að ganga í gegnum læknisskoðun, eftir að henni lýkur og ef þeir standast hana muni þeir skrifa undir samning við félagið.

Anderson hefur verið valin í hóp Brasilíu sem fer á Copa America, hann er þó ekki hóp hjá Brasilíu sem mætir Englandi á föstudag í æfingarleik. Hann kom frá Gremio árið 2005. Hann lék gegn United í fyrrasumar á æfingarmóti í Amsterdam. Nani hefur leikið fimm leiki fyrir Portúgal og skoraði í þeim eitt mark.

,,Búið er að komast að samkomulagi um persónulega skilmála og formleg tilkynning mun koma þegar búið er að uppfylla nauðsynleg skilyrði, þar á meðal eftir að læknisskoðun lýkur," sagði í tilkyningu frá United í dag um kaupin á þessum leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner