Heimild: Reuters
Franski kantmaðurinn Florent Malouda er á förum frá frönsku meisturunum í Olympique Lyon en hann hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool, Arsenal og Juventus að undanförnu.
,,Ég er á förum. Þetta er einungis spurning um tíma. Jean-Michel Aulas (forseti Lyon) hefur sagt að 30.júní sé síðasti möguleikinn og það hentar mér," sagði Malouda við fjölmiðla á æfingasvæði Lyon, Cairefontaine.
Malouda sem er 26 ára hefur unnið franska meistaratitilinn með Lyon í fjögur ár í röð en hann kom til liðsins frá Guingamp árið 2003.
Athugasemdir