Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 01. júní 2007 18:56
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Claudio Pizarro til Chelsea (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur fengið framherjann Claudio Pizarro frítt frá Bayern Munchen en hann hefur náð samningum við enska félagið og staðist læknisskoðun.

,,Ég tel að það sé mikilvægt fyrir mig að vinna titla og ég hef möguleika hér á að vinna þá. Mikilvægast er að vinna Meistaradeildina sem ég vildi vinna með Bayern Munchen en við áttum ekki möguleika á því. Ég held að við höfum gott lið, góðan þjálfara og að við eigum góðan möguleika á að vinna hana," sagði hinn 28 ára gamli Pizarro við Chelsea TV.

,,Ég fékk athyglisverð tilboð en það mikilvægasta var að tala við þjálfarann, ég talaði við fólkið hér og það hafði mikinn áhuga. Við höfum mikla möguleika á að vinna titla og það er það sem ég vil," sagði Pizarro sem kemur frá Perú.

Chelsea fékk í gær framherjann unga Danny Philliskirk frá Oldham og þá mun miðjumaðurinn Steve Sidwell koma frítt til félagsins frá Reading í sumar.
Athugasemdir
banner
banner